Breytingar hjá Strætó snúast ekki um að rukka svindlara Alexandra Briem skrifar 15. desember 2023 10:31 Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Reykjavík Strætó Neytendur Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni vil ég fjalla aðeins um yfirvofandi breytingar hjá Strætó. Þá er það fyrst og fremst tvennt. Stærri breytingin, felst í því að Strætó fékk nýlega heimild í reglugerð til að sekta fólk sem er ekki með gildan miða. Sú breyting hefur verið mjög misskilin, bæði í almennri umræðu og í fréttaflutningi af málinu. Þessi breyting er ekki til komin vegna þess að Strætó hafi svo miklar áhyggjur af svindli að það þurfi nauðsynlega harðari ákvæði og meiri refsingar til að taka á því. Þvert á móti. Ég held ekki að mörg séu að reyna að svinlda í Strætó. Það er ekki ástæðan. Ástæðan er að þessi heimilid gerir okkur kleift að færa okkur yfir í sams konar fyrirkomulag og við sjáum í flestum lestum og strætisvögnum í Evrópu og víðar, þar sem fólk ber sjálft ábyrgð á að vera með gildan miða og sýnir hann bara ef eftirlitsaðili kemur og spyr. Í flestum löndum þætti það fáránlegt að allir farþegar stæðu í röð í dyrunum og borguðu sig inn eða sýndu miða. Það er mjög sér-íslenskt fyrirkomulag sem er tafasamt og streituvaldandi fyrir öll. Með þessari breytingu verður hægt að hleypa fólki inn um allar dyr og farþegar þurfa ekki að bíða í röð eftir að skanna sig inn áður en vagninn heldur af stað. Vagnstjórinn sleppur þá líka við að vera í hlutverki dyravarðar og getur einbeitt sér að akstrinum. Það er líka einfaldara, ef til kemur, að finna út úr tilfallandi vandamálum með netsamband, eða með appið inni í vagninum með eftirlitsaðila, en að reyna að finna út úr því í stressi með röð fyrir aftan sig í dyrunum og vagnstjóra að bíða eftir að geta haldið ferðinni áfram. Með þessari breytingu erum við að færa okkur í betra kerfi með minni bið, minna stressi og meiri fyrirsjáanleika. Hin breytingin er líka mjög ánægjuleg. En hún er að loksins er útlit fyrir það að við getum farið að nota snertilausar greiðslur í vögnunum. Það átti upphaflega að fylgja innleiðingu Klappsins, en skannarnir sem við fengum hjá birgja réðu ekki við það, þó það hafi verið eitt af skilyrðum útboðsins sem þeir voru keyptir í. Hann er að skipta þeim út, á eigin kostnað, en það hefur tekið tíma og sér loksins fyrir endan á. Sú breyting mun bæði gera það mun auðveldara og fljótlegra að kaupa staka miða, og mun gera Strætó kleift að innleiða afsláttarkerfi sem hefur verið í bígerð, sem byggist á því að tiltekinn viðskiptavinur greiði ekki fyrir fleiri en svo og svo margar ferðir á dag, eða í viku, og auðvitað gerir miklu einfaldara að nota kerfið. Það afsláttarkerfi var ákveðið fyrir löngu en hefur ekki verið innleitt fyrr þar sem skannarnir sem við fengum dugðu ekki, en nú eru þeir að koma. Höfundur er varaformaður stjórnar Strætó BS.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun