Stærsti orkuframleiðandi heims þarf að setja sér mörk Guðrún Schmidt skrifar 15. desember 2023 14:31 Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun