Allt í skrúfunni hjá Detroit Pistons sem hefur tapað 22 í röð Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 13:12 Cade Cunningham var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu 2021 Nic Antaya/Getty Images Hvorki gengur né rekur hjá Detroit Pistons í NBA-deildinni þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum 22. leik í röð. Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Pistons töpuðu í nótt gegn Philadelphia 76ers, 124-92 en þetta var önnur viðureign liðanna í röð. Pistons töpuðu fyrri leiknum 111-129 og skráðu sig þar með í eigin sögubækur en 21. tap liðsins í röð er félagsmet. Gengi þessa fornfræga liðs síðustu ár hefur ekki verið upp á marga fiska en á móti hefur liðið fengið að velja snemma í nýliðavalinu nokkuð reglulega en að vísu misst ansi oft af fyrsta valrétti. 2021 fékk liðið loks hinn eftirsótta fyrsta valrétt og varð Cade Cunningham fyrir valinu. Ógæfu Pistons verður greinilega allt að vopni en Cunningham misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Fyrir tímabilið í ár fékk liðið 5. valrétt og völdu Ausar Thompson, sem hingað til hefur farið nokkuð rólega af stað og er að skila liðinu um tíu stigum í leik og átta stoðsendingum. Verstu taphrinur sögunnar Pistons, sem byrjuðu tímabilið á að vinna tvo af fyrstu þrjá leikjum sínum en síðan ekki söguna meir, eiga enn nokkuð í að jafna verstu taphrinur sögunnar í NBA. Aðeins sjö lið hafa náð þeim óeftirsótta árangri að tapa 20 leikjum eða fleirum í röð á einu tímabili. Metið er í höndum tveggja liða. Cleveland Cavaliers tapaði 26 leikjum tímabilið 2010-11, sem var fyrsta tímabil liðsins eftir að LeBron James hélt suður til Flórída. Liðið endaði tímabilið með 19 sigra og 63 töp. Tímabilið 2013-14 jafnaði Philadelphia 76ers metið og enduðu með sama sigurhlutfall og Cavs, 19 sigra, 63 töp. Sixers treystu ferlinu og völdu Joel Embiid svo í nýliðavalinu vorið eftir. Hin liðin sem hafa staðið sig svona hörmulega eru Charlotte Bobcats tímabilið 2011-12. Liðið tapaði 23 leikjum í röð og vann aðeins sjö leiki alls. Tímabilið 1997-98 tapaði Denver Nuggest 23 leikjum í röð og vann aðeins ellefu alls. Vancouver Grizzlies átti hræðilegt tímabilið 1995-96, sem var jafnframt þeirra fyrsta tímabil í deildinni. Liðið tapaði 19 leikjum í röð, sótti einn sigur og tapaði svo 23 í röð. Þá eru þrjú lið sem hafa afrekað að tapa sléttum 20 leikjum í röð. Þau eru Houston Rockets tímabilið 2020-21 og 17 sigrar alls, Dallas Mavericks 1993-94 og 13 sigrar alls og loks Philadelphia 76ers 1972-73 með níu sigra alls.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti