Flautukörfuveisla í NBA í nótt og þristaregn Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 09:48 Jimmy Butler getur leyft sér að brosa Vísir/Getty Boðið var upp á miklar dýrðir í NBA í nótt, einn leikur vannst á flautukörfu og annar með 0,9 sekúndur á klukkunni. Þá féllu og bættust met hægri vinstri. Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum. Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum.
Körfubolti NBA Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli