Flautukörfuveisla í NBA í nótt og þristaregn Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 09:48 Jimmy Butler getur leyft sér að brosa Vísir/Getty Boðið var upp á miklar dýrðir í NBA í nótt, einn leikur vannst á flautukörfu og annar með 0,9 sekúndur á klukkunni. Þá féllu og bættust met hægri vinstri. Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum. Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Jimmy Butler tryggði sínum mönnum í Miami Heat sigur á Chicago Bulls við mikinn fögnuð áhorfenda. Þetta var önnur sigurflautukarfa Butler fyrir Heat síðan hann kom til liðsins 2019. Í viðtali eftir leik sagði hann að eftir að hafa klikkað á flautukörfu á móti Knicks á dögunum hafi aldrei neitt annað komið til greina en að setja þessa ofan í. GAME WINNER pic.twitter.com/AS4SuJZVvu— Miami HEAT (@MiamiHEAT) December 17, 2023 Í Denver tóku ríkjandi meistarar Nuggets á móti Oklahoma City Thunder og þar var dramatíkin ekki minni. Shai Gilgeous-Alexander sallaði niður 25 stigum og tryggði gestunum svo sigurinn úr erfiðu skoti með 0,9 sekúndur á klukkunni. SHAI CALLED GAME WITH 0.9 REMAINING THUNDER WIN IN DENVER. pic.twitter.com/L4MJxe87fk— NBA (@NBA) December 17, 2023 Í Portland vann Dallas Mavericks góðan sigur á heimamönnum þar sem Luka Doncic fór á kostum. Skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var 8. leikur hans á ferlinum þar sem hann nær í þrefalda tvennu samhliða því að skora 40 stig, og tók hann fram úr Wilt Chamberlain á listanum yfir slíka ofur leiki. Luka Doncic dropped a 40-point triple-double in the Mavs' win in Portland! 40 PTS 12 REB 10 ASTLuka's eighth 40-point triple-double of his career passes Wilt Chamberlain for fourth-most such games in NBA history. pic.twitter.com/bK2nRIyeKs— NBA (@NBA) December 17, 2023 Þá setti Keegan Murray félagsmat hjá Sacramento Kings yfir flesta þrista í einum leik þegar hann setti tólf slíka á móti Utah Jazz, í aðeins þrettán tilraunum. 47 stig frá honum í öruggum sigri, 125-104. Þá er vert að minnast á að lokum met sem féll í nótt, þegar Charlotte Hornest töpuðu gegn Philadelphia 76ers, 135-82, en þetta 53 stiga tap er stærsta tap í sögu félagsins. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 42 stig og tók 15 fráköst. Var þetta 10. leikur hans í röð þar sem hann skorar í það minnsta 30 stig og tekur tíu fráköst, en aðeins þrír leikmenn, að honum meðtöldum, hafa náð slíkri hrinu á síðustu 50 árum.
Körfubolti NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum