„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 12:14 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir enga eftirspurn vera eftir bókinni. Vísir/Samsett Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur. Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur.
Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira