Curry fyrstur allra til að setja 3.500 þrista Siggeir Ævarsson skrifar 17. desember 2023 12:32 Stephen Curry er skotviss með afbrigðum Vísir/Getty Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, skráði sig í sögubækurnar í nótt þegar hann varð fyrstur allra til að rjúfa 3.500 þrista múrinn. Talan er þó fyrst og fremst táknræn því hann er löngu orðinn efstur í skoruðum þristum í sögu deildarinnar. Curry, sem er 35 ára, kom inn í deildina árið 2009 og hefur alla tíð þótt mjög skotviss. Hann fór þó hlutfallslega nokkuð rólega af stað og setti niður 166 þrista sitt fyrsta tímabil. Sitt fjórða tímabil fór hann sannarlega á flug og skoraði 272 þriggjastigakörfur og tímabilið 2015-16 skoraði hann 402 þrista, sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað á einu tímabili. Ef litið er á listann yfir flesta þrista á einu tímabili er Curry fjórum sinnum efstur á blaði. Aðeins James Harden kemst inn á topp 5 listann með 378 þrista tímabilið 2018-19. Ray Allen var lengi efstur á blaði yfir flestar skoraðar þriggjastigakörfur í deildinni, með 2973 þrista í sarpanum sem hann skoraði í 1.300 leikjum. Curry sló það met í desember árið 2021 og virðist hvergi nærri hættur. Það sem gerir met Curry ekki síður merkilegt er að hann hefur spilað tæplega 400 færri leiki en Allen, eða 905. Næsti maður á lista sem enn er að spila er James Harden með 2.801 þrist og verður að teljast ólíklegt að þeir leikmenn á topp tíu listanum sem enn eru að spila muni ná Curry á næstunni. Twitter@NBAIndia Körfubolti NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Curry, sem er 35 ára, kom inn í deildina árið 2009 og hefur alla tíð þótt mjög skotviss. Hann fór þó hlutfallslega nokkuð rólega af stað og setti niður 166 þrista sitt fyrsta tímabil. Sitt fjórða tímabil fór hann sannarlega á flug og skoraði 272 þriggjastigakörfur og tímabilið 2015-16 skoraði hann 402 þrista, sem er það mesta sem einn leikmaður hefur skorað á einu tímabili. Ef litið er á listann yfir flesta þrista á einu tímabili er Curry fjórum sinnum efstur á blaði. Aðeins James Harden kemst inn á topp 5 listann með 378 þrista tímabilið 2018-19. Ray Allen var lengi efstur á blaði yfir flestar skoraðar þriggjastigakörfur í deildinni, með 2973 þrista í sarpanum sem hann skoraði í 1.300 leikjum. Curry sló það met í desember árið 2021 og virðist hvergi nærri hættur. Það sem gerir met Curry ekki síður merkilegt er að hann hefur spilað tæplega 400 færri leiki en Allen, eða 905. Næsti maður á lista sem enn er að spila er James Harden með 2.801 þrist og verður að teljast ólíklegt að þeir leikmenn á topp tíu listanum sem enn eru að spila muni ná Curry á næstunni. Twitter@NBAIndia
Körfubolti NBA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira