Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2023 15:48 Þingflokksformaður Viðreisnar segir að þær breytingar sem gerðar voru á raforkufrumvarpinu hafi verið of róttækar til að hægt væri að samþykkja þær án frekari umræðu og umsagna enda komu breytingarnar fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé. Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé.
Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira