Innlent

Aukafréttatími í sjón­varpi í há­deginu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar segir fréttir klukkan tólf.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofunnar segir fréttir klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar efnir til aukafréttatíma klukkan tólf á hádegi vegna eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni norðan Grindavíkur.

Þar verða flutt nýjustu tíðindi af eldgosinu sem hófst á ellefta tímanum í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson fréttamaður okkar rýnir í stöðuna, sérfræðingar verða teknir tali og fréttafólk okkar verður á gosstöðvunum.

Fréttirnar hefjast klukkan 12 og verða í opinni dagskrá.

Fylgst er með gangi mála í eldgosavaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×