Ragnar yfirgefur Brandenburg eftir uppákomu í afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2023 09:56 Ragnar í fremstu röð með viðurkenninguna auglýsingastofa ársins árið 2021. Brandenburg Ragnar Gunnarsson, einn af fimm eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, hefur ákveðið að selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist sala hlutarins uppákomu á skemmtun sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu á dögunum. „Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
„Eftir að hafa stofnað Brandenburg, ásamt félögum mínum, fyrir tólf árum síðan og starfað í auglýsingabransanum í yfir 20 ár er kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Ragnar í tilkynningu sem Mbl.is vísar til. Samkvæmt heimildum fréttastofu þótti öðrum eigendum Brandenburgar Ragnar hafa sýnt af sér óeðlilega hegðun í fimm ára afmæli Datera, dótturfélags Brandenburgar, í byrjun nóvember sem starfsmenn auglýsingastofunnar sóttu. Var hann beittur þrýstingi um að yfirgefa eigendahópinn. Fimm eigendur Brandenburgar sem bráðum verða fjórir.CreditInfo Umræður hafa staðið yfir síðan milli eigendanna fjögurra og Ragnars um brottför hans þar sem tekist hefur verið á um virði hlutar Ragnars í auglýsingastofunni. Miðað við tilkynningu Ragnars í morgun virðist hafa náðst samkomulag um virði hlutarins. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná í Ragnar og aðra eigendur Brandenburgar vegna málsins í gær en án árangurs. Tæplega tvö ár eru liðin síðan Ragnar steig til hliðar sem framkvæmdastjóri Brandenburgar vegna viðtals barnsmóður hans Haddar Vilhjálmsdóttur, almannatengils og lögfræðings, í Vikunni. Þar lýsti hún andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ragnars. Ragnar var um árabil einn fjögurra eigenda Brandenburgar ásamt þeim Jóni Ara Helgasyni, Braga Valdimar Skúlasyni og Hrafni Gunnarssyni. Tilkynnt var fyrir rúmu ári að tveir eigendur hefðu bæst í hópinn, þau Arnar Líndal Halldórsson og Sigríður Theódóra Pétursdóttir. Síðan þá virðist Sigríður Theódóra hafa yfirgefið eigendahópinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Tengdar fréttir Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41 Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56 Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Koma ný inn í eigendahóp Brandenburgar Sigríður Theódóra Pétursdóttir og Arnar Halldórsson hafa bæst í eigendahóp auglýsingastofunnar Brandenburg. Þau hafa bæði starfað sem stjórnendur á stofunni undanfarin ár. 13. október 2022 09:41
Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. 3. febrúar 2022 10:56
Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021 Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin. 25. nóvember 2021 16:34