Innlent

Vaktin: Upp­færa hættu­mat og telja tölu­verða hættu í Grinda­vík

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Líkur á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík voru taldar miklar. Með uppfærðu hættumati sem tekur gildi í fyrramálið eru líkurnar taldar töluverðar.
Líkur á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík voru taldar miklar. Með uppfærðu hættumati sem tekur gildi í fyrramálið eru líkurnar taldar töluverðar. Vísir/Vilhelm

Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag.

  • Í nýju hættumati sem tekur gildi í fyrramálið eru líkur á gosopnun í Grindavík taldar töluverðar, en voru áður taldar miklar.
  • Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir ótímabært að spá fyrir um goslok; reynslan sýni að virknin minnki og aukist í bylgjum.
  • Gosið er þó augljóslega mun minna en það var í gær.
  • Gossprungan var upphaflega um fjórir kílómetrar en hefur lokast töluvert. Nú eru tvær styttri sprungur virkastar.

Ef vaktin birtist ekki hér fyrir neðan er ráð að endurhlaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×