Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu Steingrímur Ægisson og Sigrún Eyjólfsdóttir skrifa 21. desember 2023 07:00 Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur nokkuð verið fjallað um frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis til laga um breytingar á raforkulögum til að tryggja almenningi forgang að raforku ef til kemur viðvarandi orkuskortur. Felur frumvarpið m.a. í sér að komi til orkuskorts geti þau fyrirtæki sem kaupa raforku í heildsölu af Landsvirkjun aðeins selt þá orku til almennings, stofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en ekki stórnotenda eins og þau gera að einhverju leyti núna. Þessi skilyrði munu hins vegar ekki eiga við um Landsvirkjun, þ.e. það fyrirtæki getur áfram boðið öllum sínum viðskiptavinum, þ.m.t. stórnotendum upp á raforku með sama fyrirkomulagi og áður. Til stóð að afgreiða frumvarpið fyrir jól, en afgreiðslu þess var að lokum frestað. Samkeppniseftirlitið veitti umsögn við frumvarpið, sem birt var á heimasíðu eftirlitsins þann 12. desember 2023. Af gefnu tilefni teljum við rétt að árétta nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar reglur um þetta eru mótaðar og settar. Fyrst ber að árétta að Samkeppniseftirlitið hefur fullan skilning á því að taka þurfi á þeim vanda sem mögulega getur komið upp á raforkumarkaði í náinni framtíð vegna skorts á raforku. Þannig kunni að verða mikilvægt að tryggja að almenningur og fyrirtæki njóti forgangs á raforku fram yfir stórnotendur og einnig að raforkukostnaður neytenda verði ekki óhóflegur ef til kæmi orkuskortur. Við val á leiðum til að verja þessa almannahagsmuni verður að hafa í huga að markmið raforkulaga um aukna samkeppni og neytendavernd hafa ekki náð fram að ganga sem skildi á þeim tuttugu árum sem lögin hafa verið í gildi. Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila. Þegar verja þarf sérstaka almannahagsmuni, eins og aðgengi almennings að raforku, er mikilvægt að velja þá leið sem helst styður við samkeppni og síst takmarkar hana. Til er viðurkennd aðferðafræði sem miðar að þessu, en hún hefur verið kölluð samkeppnismat (e. competition assessment toolkit). Er þessari aðferðafræði lýst í áliti nr. 2/2009, Samkeppnismat stjórnvalda. Samkeppniseftirlitið hefur talað fyrir því að samkeppnismati sé beitt við undirbúning nýrra laga og reglna, en með misjöfnum árangri. Eitt af því sem almennt ber að varast er að stjórnvöld mismuni fyrirtækjum á markaði með reglusetningu. Þannig getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir almannahagsmuni ef lög og reglur mismuna þátttakendum á markaði með þeim hætti að tækifæri minni aðila til að keppa skerðist. Þetta getur t.d. gerst ef settar eru reglur sem með einhverjum hætti veita markaðsráðandi eða opinberu fyrirtæki tækifæri sem öðrum standa ekki til boða, eða setja minni og nýjum fyrirtækjum skorður sem ekki eiga við um hið markaðsráðandi fyrirtæki. Slíkar reglur geta síðan mögulega haft þau áhrif að erfiðara verður að verja samkeppni með beitingu almennra samkeppnisreglna til framtíðar, þar á meðal beitingu bannsins við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þótt markmið fyrirliggjandi frumvarps sé að verja hagmuni almennings og fyrirtækja gagnvart raforkuviðskiptum stórnotenda, getur mismununin sem í því felst skaðað samkeppni í sölu raforku til almennings og fyrirtækja til lengri tíma. Samkeppniseftirlitinu hafa á liðnum misserum borist allmargar kvartanir og ábendingar vegna samkeppnisaðstæðna á raforkumarkaði. Tengjast þær í mörgum tilvikum orkuskiptum og breytingum vegna aðgerða gegn hlýnun jarðar og tilraunum nýrra og smærri aðila til að komast inn á markaðinn og vaxa við hlið rótgrónari fyrirtækja. Þessar kvartanir og ábendingar eru til vitnis um gerjun og vilja til breytinga sem til lengri tíma geta leitt til virkari samkeppni. Áhersla stjórnvalda verður að beinast að því að liðka til fyrir nýjum tækifærum og virkari samkeppni og leysa úr þeim samkeppnishindrunum sem til staðar eru. Allt framangreint verður að hafa í huga þegar valdar eru leiðir til þess að verja aðgang almennings að ódýrri raforku. Fyrrgreind umsögn Samkeppniseftirlitsins við frumvarp atvinnuveganefndar byggir á þessum sjónarmiðum. Höfundar eru verkefnis-og teymisstjórar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun