Enski boltinn

Gang­ráður græddur í fyrir­liða Luton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tom Lockyer í leiknum gegn Bournemouth þar sem hann hneig niður.
Tom Lockyer í leiknum gegn Bournemouth þar sem hann hneig niður. getty/Mike Hewitt

Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, sem hneig niður í leiknum gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um helgina hefur verið útskrifaður af spítala.

Lockyer hneig niður eftir klukkutíma í leiknum á laugardaginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Leikurinn var stöðvaður og nú hefur verið ákveðið að hann verði leikinn frá byrjun. Staðan var 1-1 þegar Lockyer hneig niður.

Samkvæmt upplýsingum frá Luton hefur Lockyer nú verið útskrifaður af spítala og er kominn heim til sín. Græddur var gangráður í hann á spítalanum.

Lockyer hneig einnig niður í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor, þá vegna hjartsláttatruflana.

Luton, Lockyer og fjölskylda hans hafa þakkað Bournemouth, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir viðbrögð þeirra eftir að hann hneig niður. Danski miðjumaðurinn Philip Billing fékk sérstakar þakkir en hann kom fyrstur að Lockyer.

Luton er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með níu stig, fimm stigum frá öruggu sæti.


Tengdar fréttir

Forráðamenn Luton biðja um fjölmiðlafrið

Mikið hefur verið rætt um atvikið sem kom upp í leik Luton Town og Bournemouth í gær þar sem fyrirliði Luton, Tom Lockyer, hneig niður eftir hjartastopp. Forráðamenn Luton hafa nú gefið út yfirlýsingu um málið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×