Landsréttur mátti ekki vísa meiðyrðamáli Hugins frá Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 11:23 Huginn Þór efnismeðferð í máli sínu á hendur Maríu Lilju. Vísir Hæstiréttur hefur fellt frávísunarúrskurð Landsréttar úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka meiðyrðamál Hugins Þórs Grétarssonar á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp til efnislegrar meðferðar. Hæstiréttur féllst á það að ýmsir annmarkar hefðu verið á málatilbúnaði Hugins Þórs en taldi ekki næg efni til að vísa málinu frá. Áfrýjun Hugins Þórs á á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju var vísað frá Landsrétti um miðjan nóvember síðastliðinn á þeim grundvelli að greinargerð hans stríddi gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning og málatilbúnaður að öðru leyti ósamræmi við einkamálaréttarfar. Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávítti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum. Tjáningin rúmaðist innan tjáningarfrelsisákvæða Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Ýmsir annmarkar á málatilbúnaði Í dómi Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar hafi verið reist á því að greinargerð Hugins Þórs til Landsréttar stríddi gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Einnig væri málatilbúnaður hans til þess fallinn að koma niður á vörnum í málinu og væri í andstöðu við meginregluna um skýran og ljósan málatilbúnað. Enn fremur væri frágangur málsgagna Hugins Þórs í verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Hefðu þau ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þar væri heldur ekki að finna fjölda skjala sem þar hefðu verið lögð fram. Aftur á móti væri í málsgögnum hans fjöldi nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengdust sakarefni málsins. Þá væri ekki í þeim efnisskrá, tímaskrá, hlutlæg greining og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm, eins og áskilið væri. Vægari kröfur til þeirra sem flytja eigin mál Í lögum um meðferð einkamála sér rakið hvað skuli koma fram í greinargerð áfrýjanda fyrir Landsrétti. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði skuli þar koma fram málsástæður sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Fallist sé á það með Landsrétti að greinargerð Hugins Þórs hafi ekki fullnægt þessum áskilnaði. Til þess sé þó að líta að um er að ræða meiðyrðamál vegna þrennra ummæla sem koma fram í kröfugerð Hugins Þórs í héraði og fyrir Landsrétti ásamt tilgreiningu á því hvar og hvenær þau voru viðhöfð. Bregðast hefði mátt við þessum annmarka á málatilbúnaðinum með því að beina til Hugins Þórs að afhenda stutt yfirlit um málsástæður sínar og tilvísanir til réttarreglna. Sé þá jafnframt haft í huga að Huginn Þór, sem sé ólöglærður, hafi ferið sjálfur með mál sitt fyrir Landsrétti og verði því gerðar vægari kröfur að þessu leyti en þegar lögmaður gætir hagsmuna málsaðila. Að þessu gættu hafi þessi annmarki á málatilbúnaði Hugins Þórs ekki áhrif á hvort málinu verður vísað frá Landsrétti enda verði hann ekki talinn gera Maríu Lilju, sem naut lögmannsaðstoðar, erfitt um vik að taka til varna í málinu. Lögmaður Maríu Lilju svaraði ekki tölvubréfi Einnig verði fallist á það með Landsrétti að frágangur málsgagna Hugins Þórs hafi í ýmsum atriðum verið í ósamræmi við reglur réttarins, sem settar voru samkvæmt heimild í lögum um meðferð einkamála. Þess sé þó að gæta að í málsgögnunum hafi verið að finna stefnu til héraðsdóms, greinargerð Maríu Lilju í héraði auk nokkurra skjala sem þar voru lögð fram og Huginn Þór taldi hafa þýðingu. Jafnframt liggi fyrir að Huginn Þór hafði í samræmi við fyrrgreindar reglur sent lögmanni Maríu Lilju tölvubréf 4. október 2022 og óskað eftir upplýsingum frá honum um hvaða gögn hann teldi eiga erindi inn í málið en þessu bréfi muni ekki hafa verið svarað. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi María Lilja ekki lagt fram önnur gögn en greinargerð, en það hefði henni verið í lófa lagið ef hún teldi gagnaframlagningu Hugins Þórs áfátt. Málsatvik hafi mátt ráða beint af kröfugerð Í málsgögnum Hugins Þórs hafi ekki verið að finna efnisskrá í samræmi við fyrrgreindar reglur Landsréttar. Þar hafi hins vegar verið að finna efnisyfirlit og skrá yfir ný gögn sem hann lagði fyrir Landsrétt. Einnig hafi vantað skrá með tilgreiningu á meginatriðum málsatvika í tímaröð og hlutlæga greiningu málsins með lýsingu á ágreiningsefnum fyrir Landsrétti. Það komi heldur ekki að sök í máli þessu þegar haft sé í huga að hvoru tveggja verður ráðið beint af kröfugerð Hugins Þórs. Enn fremur hafi komið fram í endurriti úr þingbók í héraði, sem Huginn Þór hafði sent Landsrétti með tölvubréfi 6. október 2022, að málsaðilar auk tveggja vitna hafi gefið skýrslu fyrir héraðsdómi. Þá hafi Huginn Þór lagt fram endurrit af framburði aðila og vitna áður en málið var flutt í Landsrétti um formhlið þess. Eins og hér stóð á breyti því engu þótt ekki hafi komið fram í málsgögnum skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Hefði átt að leggja fyrir Hugin Þór að bæta úr annmörkum Í lok dóms Hæstaréttar segir að samkvæmt því sem í honum var rakið hafi ekki verið næg efni til að vísa málinu frá Landsrétti þrátt fyrir umrædda annmarka á málatilbúnaði Hugins Þórs við rekstur málsins þar fyrir dómi. Sé þá haft í huga að Landsréttur hafi getað lagt fyrir Huginn, áður en málinu yrði vísað frá dómi, að bæta úr þeim annmörkum sem voru á málsgögnum hans. Hinn kærði úrskurður verði því felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar. MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48 Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. 17. nóvember 2023 16:39 Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Áfrýjun Hugins Þórs á á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju var vísað frá Landsrétti um miðjan nóvember síðastliðinn á þeim grundvelli að greinargerð hans stríddi gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning og málatilbúnaður að öðru leyti ósamræmi við einkamálaréttarfar. Í samtali við Vísi fyrir utan dómsal í Landsrétti sagði Huginn Þór að dómarar í málinu hefðu brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart honum, sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála. Þá hafi hluta þeirra gagna, sem Landsréttur ávítti hann fyrir að láta ekki fylgja í málsgögnum sínum, hafi gagngert verið haldið frá honum. Tjáningin rúmaðist innan tjáningarfrelsisákvæða Málið á rætur sínar að rekja til ummæla sem María Lilja viðhafði um Huginn Þór í tengslum við Facebookhópinn DaddyToo, sem var einhvers konar mótsvar við MeToo-hreyfinguna. Huginn Þór taldi vegið að æru sinni og höfðaði mál til heimtu miskabóta og til þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Hér að neðan má sjá ummæli Maríu Lilju: Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“ Ýmsir annmarkar á málatilbúnaði Í dómi Hæstaréttar segir að niðurstaða Landsréttar hafi verið reist á því að greinargerð Hugins Þórs til Landsréttar stríddi gegn meginreglu einkamálaréttarfars um munnlegan málflutning. Einnig væri málatilbúnaður hans til þess fallinn að koma niður á vörnum í málinu og væri í andstöðu við meginregluna um skýran og ljósan málatilbúnað. Enn fremur væri frágangur málsgagna Hugins Þórs í verulegum atriðum í ósamræmi við reglur Landsréttar um málsgögn í einkamálum. Hefðu þau ekki að geyma endurrit úr þingbók málsins í héraði. Þar væri heldur ekki að finna fjölda skjala sem þar hefðu verið lögð fram. Aftur á móti væri í málsgögnum hans fjöldi nýrra skjala sem ekki yrði séð að tengdust sakarefni málsins. Þá væri ekki í þeim efnisskrá, tímaskrá, hlutlæg greining og skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm, eins og áskilið væri. Vægari kröfur til þeirra sem flytja eigin mál Í lögum um meðferð einkamála sér rakið hvað skuli koma fram í greinargerð áfrýjanda fyrir Landsrétti. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði skuli þar koma fram málsástæður sem áfrýjandi ber fyrir sig fyrir Landsrétti. Lýsing þeirra skuli vera gagnorð og svo skýr að ekki fari milli mála á hverju áfrýjun sé byggð. Fallist sé á það með Landsrétti að greinargerð Hugins Þórs hafi ekki fullnægt þessum áskilnaði. Til þess sé þó að líta að um er að ræða meiðyrðamál vegna þrennra ummæla sem koma fram í kröfugerð Hugins Þórs í héraði og fyrir Landsrétti ásamt tilgreiningu á því hvar og hvenær þau voru viðhöfð. Bregðast hefði mátt við þessum annmarka á málatilbúnaðinum með því að beina til Hugins Þórs að afhenda stutt yfirlit um málsástæður sínar og tilvísanir til réttarreglna. Sé þá jafnframt haft í huga að Huginn Þór, sem sé ólöglærður, hafi ferið sjálfur með mál sitt fyrir Landsrétti og verði því gerðar vægari kröfur að þessu leyti en þegar lögmaður gætir hagsmuna málsaðila. Að þessu gættu hafi þessi annmarki á málatilbúnaði Hugins Þórs ekki áhrif á hvort málinu verður vísað frá Landsrétti enda verði hann ekki talinn gera Maríu Lilju, sem naut lögmannsaðstoðar, erfitt um vik að taka til varna í málinu. Lögmaður Maríu Lilju svaraði ekki tölvubréfi Einnig verði fallist á það með Landsrétti að frágangur málsgagna Hugins Þórs hafi í ýmsum atriðum verið í ósamræmi við reglur réttarins, sem settar voru samkvæmt heimild í lögum um meðferð einkamála. Þess sé þó að gæta að í málsgögnunum hafi verið að finna stefnu til héraðsdóms, greinargerð Maríu Lilju í héraði auk nokkurra skjala sem þar voru lögð fram og Huginn Þór taldi hafa þýðingu. Jafnframt liggi fyrir að Huginn Þór hafði í samræmi við fyrrgreindar reglur sent lögmanni Maríu Lilju tölvubréf 4. október 2022 og óskað eftir upplýsingum frá honum um hvaða gögn hann teldi eiga erindi inn í málið en þessu bréfi muni ekki hafa verið svarað. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hafi María Lilja ekki lagt fram önnur gögn en greinargerð, en það hefði henni verið í lófa lagið ef hún teldi gagnaframlagningu Hugins Þórs áfátt. Málsatvik hafi mátt ráða beint af kröfugerð Í málsgögnum Hugins Þórs hafi ekki verið að finna efnisskrá í samræmi við fyrrgreindar reglur Landsréttar. Þar hafi hins vegar verið að finna efnisyfirlit og skrá yfir ný gögn sem hann lagði fyrir Landsrétt. Einnig hafi vantað skrá með tilgreiningu á meginatriðum málsatvika í tímaröð og hlutlæga greiningu málsins með lýsingu á ágreiningsefnum fyrir Landsrétti. Það komi heldur ekki að sök í máli þessu þegar haft sé í huga að hvoru tveggja verður ráðið beint af kröfugerð Hugins Þórs. Enn fremur hafi komið fram í endurriti úr þingbók í héraði, sem Huginn Þór hafði sent Landsrétti með tölvubréfi 6. október 2022, að málsaðilar auk tveggja vitna hafi gefið skýrslu fyrir héraðsdómi. Þá hafi Huginn Þór lagt fram endurrit af framburði aðila og vitna áður en málið var flutt í Landsrétti um formhlið þess. Eins og hér stóð á breyti því engu þótt ekki hafi komið fram í málsgögnum skrá yfir nöfn þeirra sem komu fyrir héraðsdóm. Hefði átt að leggja fyrir Hugin Þór að bæta úr annmörkum Í lok dóms Hæstaréttar segir að samkvæmt því sem í honum var rakið hafi ekki verið næg efni til að vísa málinu frá Landsrétti þrátt fyrir umrædda annmarka á málatilbúnaði Hugins Þórs við rekstur málsins þar fyrir dómi. Sé þá haft í huga að Landsréttur hafi getað lagt fyrir Huginn, áður en málinu yrði vísað frá dómi, að bæta úr þeim annmörkum sem voru á málsgögnum hans. Hinn kærði úrskurður verði því felldur úr gildi og lagt fyrir Landsrétt að taka málið til efnismeðferðar.
Á Facebooksíðu hennar 18. maí 2018:„Ofbeldismenn að beita konu kúgunum og ofbeldi. Way to proof a point hálfvitar.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hefði það drepið blaðakonu að googla feril þessara ofbeldismanna sem fá hérað halda uppteknum hætti og hrella barnsmæður sínar óáreittir ? Hér eru hrottar sem berja konur og börn að stunda grimma sögufölsun sér í hag.“ Á Facebooksíðunni Fjölmiðlanördar 10. mars 2018: „Hvað með að flodda þetta millumerki með dómum um þá og viðtölum við mæður sem hafa orðið fyrir ofbeldi frá þeim.“
MeToo Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48 Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. 17. nóvember 2023 16:39 Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Sjá meira
Ráðuneytið aðhefst ekki frekar vegna nýrrar Dimmalimm Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna nýrrar útgáfu af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson (Mugg). Útgefandinn fagnar niðurstöðunni en gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðuneytisins. 22. nóvember 2023 06:48
Flutti eigið meiðyrðamál og fékk á baukinn í Landsrétti Áfrýjun Hugins Þórs Grétarssonar, á sýknudómi í meiðyrðamáli hans á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp aðgerðarsinna, hefur verið vísað frá Landsrétti. Hann flutti mál sitt sjálfur og segir niðurstöðu Landsréttar til marks um það að borgurum sé gert ómögulegt að leita réttar síns án dýrrar lögfræðiaðstoðar. 17. nóvember 2023 16:39
Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25