Innlent

Sundhnúksgígar fyrir og eftir gos

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hraunbreiðan við Sundhnúksgíga séð úr lofti eftir að gosi lauk.
Hraunbreiðan við Sundhnúksgíga séð úr lofti eftir að gosi lauk. vísir/rax

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, náði myndunum hér fyrir neðan úr lofti í grennd við gosstöðvarnar við Sundhnúk. Önnur er tekin áður en gosið hófst og sú seinni eftir að því lauk í gær.

Gosið er það fjórða í röð eldgosa á Reykjanesskaga undanfarin ár, hófst 18. desember og lauk í gær, 21. desember.

Hægt er að færa línuna til hægri og vinstri til að skoða muninn á myndunum.

Á myndunum er horft til norðurs og má sjá hið tvíhnúkótta Stóra-Skógfell fyrir miðju handan hraunsins og á fyrri myndinni glittir í Sýlingarfell lengst til vinstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×