Viðskipti innlent

Rann­sóknin á Guð­mundi og Svan­hildi felld niður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir.
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir.

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður rannsókn á kaupum hjónanna fyrrverandi Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur á hlutum í Skeljungi og færeyska félaginu P/F Magni.

Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Guðmundar og Svanhildar Nönnu til fjölmiðla í dag. Þar vísa þau til tilkynningar sem þeim barst frá héraðssaksóknara í dag. Málið hefur verið á borði héraðssaksóknara í á fimmta ár.

„Embætti héraðssaksóknara hefur haft til skoðunar kaup okkar á hlutum í Skeljungi hf. árið 2008 og færeyska félaginu P/F Magni með öðrum fjárfestum árið 2009. Rannsóknin var tilkomin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2015,“ segir í tilkynningunni.

Hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar.

„Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni hér með eyða öllum vafa um réttmæti þeirra.“


Tengdar fréttir

Procar- og Skeljungsmálið komin til saksóknara

Rannsókn Embættis héraðssaksóknara á tveimur umfangsmiklum efnahagsbrotamálum er lokið. Um er að ræða Skeljungsmálið annars vegar og Procar-málið hins vegar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×