Manchester City heimsmeistari félagsliða Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. desember 2023 19:56 City menn fagna meðan Kyle Walker kyssir bikarinn. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images) Manchester City er heimsmeistari félagsliða eftir 4-0 sigur gegn Fluminense frá Brasilíu í úrslitaleik mótsins. Julian Alvarez skoraði fyrsta markið innan við mínútu eftir að leikurinn byrjaði. Markið kom eftir góðan sprett Nathan Aké upp vinstri vænginn, skot hans hafnaði í stönginni, Alvarez var fljótur að bregðast við, beygði sig niður og beindi boltanum með bringunni inn í markið. Manchester City are the first English side to win the Premier League, UEFA Champions League, FA Cup, UEFA Super Cup and the FIFA Club World Cup in the same year.🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/0RcVtfFMdt— Squawka (@Squawka) December 22, 2023 Brasilíumaðurinn Nino setti boltann svo óvart í eigið net á 27. mínútu þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Phil Foden frá marki. Englendingurinn Foden skoraði svo sjálfur þriðja mark leiksins, eftir góðan undirbúning Julian Alvarez. Alvarez fullkomnaði svo frábæra frammistöðu sína þegar hann setti fjórða og síðasta mark leiksins á 88. mínútu. Trophies won: 37Games managed: 849Pep Guardiola is averaging a trophy every 𝟮𝟯 𝗴𝗮𝗺𝗲𝘀 in his managerial career.[@will_jeanes] pic.twitter.com/ashfNtRbEG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 22, 2023 Bæði lið voru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, en það hefur verið haldið alls 19 sinnum frá árinu 2000. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitum mótsins með 3-0 sigri gegn Urawa Reds frá Japan, en Fluminese sigraði egypska liðið Al Ahly með tveimur mörkum gegn engu í sínum undanúrslitaleik. HM félagsliða fór fram í síðasta sinn í núverandi mynd í ár, næsta mót verður haldið í júní árið 2025 og þar munu 32 lið taka þátt í stað aðeins 7. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir Fluminese spila eins og brasilíska landsliðið á síðustu öld Evrópumeistarar Manchester City og Suður-Ameríkumeistarar Fluminese mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld. 22. desember 2023 07:01 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Julian Alvarez skoraði fyrsta markið innan við mínútu eftir að leikurinn byrjaði. Markið kom eftir góðan sprett Nathan Aké upp vinstri vænginn, skot hans hafnaði í stönginni, Alvarez var fljótur að bregðast við, beygði sig niður og beindi boltanum með bringunni inn í markið. Manchester City are the first English side to win the Premier League, UEFA Champions League, FA Cup, UEFA Super Cup and the FIFA Club World Cup in the same year.🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/0RcVtfFMdt— Squawka (@Squawka) December 22, 2023 Brasilíumaðurinn Nino setti boltann svo óvart í eigið net á 27. mínútu þegar hann reyndi að hreinsa fyrirgjöf Phil Foden frá marki. Englendingurinn Foden skoraði svo sjálfur þriðja mark leiksins, eftir góðan undirbúning Julian Alvarez. Alvarez fullkomnaði svo frábæra frammistöðu sína þegar hann setti fjórða og síðasta mark leiksins á 88. mínútu. Trophies won: 37Games managed: 849Pep Guardiola is averaging a trophy every 𝟮𝟯 𝗴𝗮𝗺𝗲𝘀 in his managerial career.[@will_jeanes] pic.twitter.com/ashfNtRbEG— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 22, 2023 Bæði lið voru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn, en það hefur verið haldið alls 19 sinnum frá árinu 2000. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitum mótsins með 3-0 sigri gegn Urawa Reds frá Japan, en Fluminese sigraði egypska liðið Al Ahly með tveimur mörkum gegn engu í sínum undanúrslitaleik. HM félagsliða fór fram í síðasta sinn í núverandi mynd í ár, næsta mót verður haldið í júní árið 2025 og þar munu 32 lið taka þátt í stað aðeins 7.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir Fluminese spila eins og brasilíska landsliðið á síðustu öld Evrópumeistarar Manchester City og Suður-Ameríkumeistarar Fluminese mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld. 22. desember 2023 07:01 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Segir Fluminese spila eins og brasilíska landsliðið á síðustu öld Evrópumeistarar Manchester City og Suður-Ameríkumeistarar Fluminese mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í kvöld. 22. desember 2023 07:01