Innlent

Telja kopar í tonna­tali vera þýfi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í Árbæ í dag.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í Árbæ í dag. Vísir/Arnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um „nokkur tonn af kopar“ í Árbæ í dag. Talið er að líklega sé um þýfi að ræða.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu yfir útköll dagsins frá fimm í morgun til fimm nú síðdegis. 

Þar kemur einnig fram að einstaklingur sem lögregla hafði afskipti af í sama hverfi hafi lamið lögreglumann í andlitið. 

Eins brást lögregla við útkalli vegna þjófnaðar í Hafnarfirði, annars vegar á olíu og hins vegar á lyftara sem tekinn var ófrjálsri hendi af vinnusvæði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×