Stal fimm milljörðum með sviksömum skotfærakaupum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 16:47 Úkraínskir hermenn á víglínunni nærri Bakmút í austurhluta Úkraínu. Hermenn segja skort á skotfærum fyrir stórskotalið hafa komið niður á þeim. EPA/MARIA SENOVILLA Lögregluþjónar hafa handtekið háttsettan embættismann í varnarmálaráðuneyti Úkraínu, sem grunaður er um að hafa dregið sér nærri því fjörutíu milljónir dala. Það er hann sagður hafa gert með sviksömum kaupum á skotfærum fyrir stórskotalið. Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Handtakan er sögð vera liður í átaki gegn spillingu í varnarmálaráðinu, sem leiddi meðal annars til þess að varnarmálaráðherranum var vikið úr embætti í september. Samkvæmt frétt New York Times hefur Vólódímír Selenskí, forseti, varið miklu púðri í að berjast gegn spillingu. Er það bæði vegna þrýstingi frá bakhjörlum Úkraínu og vegna samdráttar í hernaðaraðstoð og að tryggja þurfi hagkvæmni í vopnaframleiðslu og kaupaum. Fjörutíu milljónir dala samsvara um fimm og hálfum milljarði króna. Saksóknarar segja unnið að því að endurheimta peningana. Yfirmenn og hermenn í úkraínska hernum hafa sagt blaðamönnum frá því að skortur á skotfærum fyrir stórskotalið hafi leitt til þess að þeir hafi þurft að halda að sér höndum. Stórskotalið hefur frá upphafi skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu og reiða Úkraínumenn og Rússar sig á það til bæði varnar og sóknar. „Við getum ekki sótt fram þegar við höfum engin skotfæri,“ sagði aðstoðarformaður þjóðaröryggisnefndar úkraínska þingsins í samtali við blaðamann NYT. Aðrir hafa látið sambærileg orð falla að undanförnu. Úkraínskir saksóknarar segja að embættismaðurinn handtekni hafi þróað kerfi til að kaupa skotfæri fyrir stórskotalið á uppsprengdu verði. Í desember í fyrra skrifaði hann undir samning við framleiðanda skotfæra á því verði. Með kerfinu tókst honum að setja um 40 milljónir dala til hliðar. Engin skotfæri voru þó afhent á grunni samningsins og yfirvöld í Úkraínu gerðu nýjan samning við umrætt fyrirtæki sem skotfærin kostuðu um þriðjungi minna. Eins og hefur komið fram er unnið að því að endurheimta peningana sem embættismaðurinn stal. Hann stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist. Síðasta vetur voru tveir starfsmenn ráðuneytisins handteknir því þeir borguðu of mikið fyrir egg fyrir herinn. Þá voru yfirmenn sem komu að því að ráða og kveðja menn í herinn reknir eftir að þeir voru sakaðir um að taka við greiðslum frá fólki sem vildi komast hjá herkvaðningu. Þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa meðal annars haldið því fram að þeir vilji betri eftirfylgni með fjárveitingum til Úkraínumanna. Ráðamenn í Úkraínu segja að viðleitni þeirra til að rannsaka spillingu og refsa þeim sem koma að henni, jafnvel á erfiðum tímum stríðs, sýna að þeim sé alvarlega.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25 Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03 Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15 Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22. desember 2023 15:25
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22. desember 2023 12:03
Finnar og Bandaríkjamenn undirrita varnarsamning í dag Stjórnvöld í Finnlandi munu í dag undirrita varnarsamning við Bandaríkin sem greiðir meðal annars fyrir umsvifum Bandaríkjahers í landinu. 18. desember 2023 10:15
Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. 15. desember 2023 06:38