Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 20:01 Hilmar Freyr Gunnarsson ætlar að vera í Grindavík um jólin. Vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira