„Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. desember 2023 07:00 Janus Daði Smárason verður klár í slaginn þegar Evrópumót karla í handbolta hefst í janúar. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á EM í handbolta þann 12. janúar næstkomandi. Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir að strákarnir séu hungraðir fyrir verkefnið. „Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Stemningin er frábær. Ég held að það séu allir bara spenntir og ferskir,“ sagði Janus Daði. „Það hlakkar öllum til að komast þarna út og það er alveg sama hvað menn eru búnir að vera að gera með sínum félagsliðum þá hefur maður bara heyrt það á mönnum að við erum bara klárir í að taka þessari áskorun.“ „Það verður gott að komast heim á parketið og pönkast aðeins á æfingum, taka fótbolta í upphitun og segja góða brandara í klefanum. Eins og við lítum á þetta þá eru allir möguleikar í stöðunni opnir fyrir okkur þannig við erum bara spenntir að mæta og koma með frammistöðu. Þetta snýst fyrst og fremst um það.“ „Við erum með mjög breiðan hóp og marga mjög góða handboltamenn. Það eitt og sér fleytir okkur ekkert sérstaklega langt því við þurfum að standa okkur vel og sýna hvað í okkur býr og úr hverju við erum gerðir.“ Spennandi verkefni með Snorra við stjórnvölin Eins og landsmenn vita urður þjálfaraskipti hjá íslenska landsliðinu þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu eftir að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti stuttu eftir síðasta stórmót. Þrátt fyrir stuttan tíma undir stjórn nýs þjálfara segist Janus finna fyrir nokkrum mun á handboltanum sem liðið mun koma til með að spila á EM í janúar eftir að Snorri tók við. „Það eru auðvitað öðruvísi áherslur sem eru kannski aðrar en voru. En þegar allt kemur til alls er þetta bara handbolti,“ sagði Janus. „Æfingafyrirkomulagið er kannski aðeins öðruvísi og svo er maður auðvitað spenntur að fá að vinna með Snorra varðandi sókn og hraðan leik. Við sáum hvað hann gerði með Valsarana þar sem þeir stýrðu tempóinu vel og héldu því yfirleitt bara í botni. Það er kannski það sem mér finnst við eiga inni, seinni bylgju og hraðaupphlaup. Sex á sex höfum við verið góðir, en þegar það gengur ekki þá höfum við lent í veseni.“ „Ég held að við eigum inni í hraðaupphlaupum og annað að verða enn beittari.“ Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá íslenska landsliðinu í sumar.Vísir/Diego Þá segir Janus að þessi hraði bolti sem Snorri vill spila eigi alveg örugglega eftir að koma sér vel á móti þjóðunum sem munu leika með Íslandi í riðli á EM í janúar. Ísland verður með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi í riðli og allt eru þetta þjóðir sem oft og tíðum stilla upp stóru og þungu liði sem líður best í uppstilltum varnarleik. Þá sé gott að eiga hraðaupphlaup og seinni bylgju uppi í erminni. „Klárlega. Þeir eru örugglega búnir að vera að drekka sósuna í jólafríinu og gætu verið vel lúnir. Þá er gott að við mætum ferskir,“ sagði Janus að lokum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01 Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ef ég skít á mig þá verð ég bara að sitja á bekknum“ Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, segir að Pick Szeged sé lið sem stefni á að berjast við þau bestu um sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu. 25. desember 2023 18:01
Yfirgefur Magdeburg í sumar: „Þeir vildu hafa mig áfram“ Janus Daði Smárason mun ganga til liðs við ungverska liðið Pick Szeged næsta sumar frá Evrópumeisturum Magdeburg. 25. desember 2023 12:46