Lögregla leitar enn tveggja manna vegna skotárásar á aðfangadagskvöld. Einn var handtekinn í gær en sleppt að samtali loknu. Við förum yfir málið í beinni útsendingu.
Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess sem stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað.
Þá förum við yfir stöðuna á Gasa, fylgjumst með hápunkti jólavertíðarinnar í enska boltanum og hittum félaga í Rótarýklúbbi Rangæinga sem gera upp fyrstu rútu Austurleiðar.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.