Enski boltinn

Völdu kaupin á Rice þau bestu á tíma­bilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Declan Rice hefur átt frábært tímabil hjá Arsenal.
Declan Rice hefur átt frábært tímabil hjá Arsenal. getty/Michael Regan

Kaup Arsenal á enska landsliðsmanninum Declan Rice eru þau bestu á tímabilinu að mati Goal.com.

Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað valdi Goal fimmtán bestu kaupin í ensku úrvalsdeildinni.

Að mati vefsíðunnar gerði Arsenal bestu kaupin þegar félagið fékk Rice frá West Ham United á hundrað milljónir punda. Rice hefur spilað stórvel með Arsenal sem er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir gömlu félögum Rices í West Ham annað kvöld.

Erkifjendum Arsenal, Tottenham, tókst vel til á félagaskiptamarkaðnum en félagið á fjögur af sex bestu kaupum tímabilsins að mati Goal.

Spænski bakvörðurinn Pedro Porro er í 6. sæti listans, hollenski miðvörðurinn Micky van de Ven í 5. sætinu, ítalski markvörðurinn Gueglielmo Vicario í því þriðja og enski landsliðsmaðurinn James Maddison í 2. sætinu. Í 4. sætinu eru svo kaup Manchester City á belgíska kantmanninum Jérémy Doku.

Lista Goal.com má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×