Við förum yfir stöðuna á Reykjanesskaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Fjallað verður áfram um ástandið á Gasa sem enn versnar og hópur Palestínumanna tekinn tali sem reisti tjöld fyrir utan Alþingi í dag. Um táknrænan gjörning er að ræða fyrir fjölskyldur þeirra á Gasa, sem einnig hafast við í tjöldum á götum Gasa við hræðilegar aðstæður.
Þá verður farið yfir snjómokstur í og við höfuðborgina og yfirmaður hjá Vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar tekinn tali í beinni útsendingu. Verkefnin hafa verið viðamikil síðasta sólarhringinn.
Þá skellti Elísabet Inga fréttamaður sér í Kringluna í dag, en þar voru flestar verslanir opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Hún hitt fólk sem var að skila gjöfum sem höfðu ekki alveg fallið í kramið og komst einnig að því hvað sló í gegn fyrir þessi jól. Áhugaverður og fjölbreyttur fréttapakki framundan á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30.