Sektuð fyrir að vera í Burberry skóm á HM í skák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2023 09:00 Hin hollenska Anna-Maja Kazarian var mjög hneyksluð á sektinni frá Alþjóða skáksambandinu. Samsett/@AMKazarian Tískuskór frá Burberry eru á bannlista Alþjóða skáksambandsins en mjög strangar reglur gilda um klæðaburð á heimsmeistaramótunum í skák. Því fékk skákkonan Anna-Maja Kazarian að kynnast. Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023 Skák Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Anna-Maja Kazarian er 23 ára Hollendingur sem var með 2184 skákstig í september síðastliðnum en fór hæst í 2320 skákstig árið 2016. Kazarian sagði frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið sekt vegna skónna sem hún gekk í á fyrstu dögum heimsmeistaramótsins í atskák sem stendur nú yfir í Samarkand í Úzbekistan „Þetta eru Burberry skór og ég fékk þá að gjöf,“ sagði Anna-Maja við norska ríkisútvarpið. Fréttin hjá norska ríkissjónvarpinu NRK.NRK NRK sýndi skónum áhuga eftir að Kazarian hafði sjálf greint frá því á X-inu (áður Twitter) að dómari hefði stoppað hana og beðið hana um að skipta um skó. „Það er sárt að ganga í þeim og ég myndi alls ekki nota Burberry skó þegar ég væri í íþróttum,“ skrifaði Anna-Maja. Einum og hálfum tíma síðar skrifaði hún aftur færslu þar sem kom fram að hún hefði fengið opinbera viðvörun og sekt upp á hundrað evrur. „Þetta er algjörlega fáránlegt. FIDE, vinsamlegast taktu þessa viðvörun og sekt til baka. Skórnir mínir eru ekki íþróttaskór,“ skrifaði Anna-Maja. Blaðamaður NRK vildi vita hvort að þetta væru ekki dýrir skór. „Jú þeir eru dýrir. Þetta er flott gjöf frá systur minni. Samkvæmt FIDE þá eru þetta íþróttaskór,“ sagði Anna-Maja og þar er liggur vandamálið. Keppendur á heimsmeistaramótinu í skák mega ekki mæta til leiks í íþróttaskóm. Slíkir skór eru ekki á listanum yfir leyfilegan fatnað. Ef skákmaður eða kona brýtur reglurnar aftur eftir viðvörun þá fær viðkomandi ekki leyfi til að keppa í næstu umferð. Anna-Maja hefur náð í þrjá vinninga af níu mögulegum fyrir lokadaginn. Hún er því langt frá því að blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Efstar eru Humpy Koneru frá Indlandi og Mo Zhai frá Kína með sex og hálfan vinning hvor. One of the arbiters stopped me and asked me if I could change my shoes because they were strange shoes and considered sports shoes It hurts to even walk in those and I definitely don t want to use my Burberry sneakers for sports pic.twitter.com/5OD1CwlbBt— Anna-Maja Kazarian (@AMKazarian) December 27, 2023
Skák Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira