„Þetta er nútímavítaspyrna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:02 Atvikið þegar Onana fær boltann í höndina í leik Everton og Manchester City í gær. Vísir/Getty Töluverð umræða hefur skapast eftir vítspyrnudóma í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði vítadóminn í leik liðsins gegn Manchester City hafa verið furðulegan. Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“ Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira
Manchester City vann í gær 3-1 sigur á Everton þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Everton komst í forystu í leiknum en mörk frá Phil Foden, Julian Alvarez og Bernando Silva í síðari hálfleik tryggðu Englands- og Evrópumeisturunum sigurinn. Mark Alvarez kom liði City í 2-1 en markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Nathan Ake skaut boltanum í höndina á Amadou Onana. Leikmenn Everton voru ósáttir við vítadóminn og ekki var knattspyrnustjórinn Sean Dyche sáttari. „Þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við“ Fyrrum dómarinn Dermot Gallagher fer yfir atvikið í grein Skysports. Hann segir að Onana hafi ekki tekið boltann viljandi með hendi en vissi að myndbandsdómari myndi aldrei snúa dómnum við eftir að víti var dæmt á vellinum. „Þetta er nútímavíti. Þegar svona atvik gerist er spurningin hvort höndin sé staðsett ofar en öxl eða höfuðið. Þetta er það hátt. Á móti er hægt að spyrja hvort þetta sé of nálægt. Hefur hann einhvern tíma til að bregðast við? Um leið og ég sá endursýninguna sagði ég að það yrði dæmt víti, það var enginn vafi,“ segir Gallagher um atvikið í gær. „Dómarinn dæmdi víti á vellinum vegna fyrirmæla aðstoðardómarans. VAR kannar atvikið en þeir voru aldrei að fara að snúa dómnum við.“ Dermot Gallagher var dómari í ensku úrvalsdeildinni í fjölda ára.Vísir/Getty Gallcher segir að Sean Dyche hafi haft mikið til síns máls eftir leik þegar hann segir að Onana hafi ekki leikið boltanum viljandi með hendi. „Þetta er vandamál sem er búið að búa til fyrir dómarana. Fyrir tímabilið var mest rætt um rangstöðu en núna er það hendi í teignum því það er verið að gera þetta svo nákvæmt. Er hendin í þessari stöðu? Er höndin fyrir ofan höfuð eða fyrir ofan öxl? Af hverju er þetta komið svona langt?“ spyr Gallagher. „Það er búið að gera þetta óþarflega flókið fyrir dómarana og þeir eru orðnir fórnarlömb þessara fyrirmæla. Þess vegna held ég, að á meðan þetta er svona, þá verði svona vítaspyrnur dæmdar. Þetta er næstum orðið eins og í Meistaradeildinni, þeir dæma alltaf víti. Ef þetta hefði verið Meistaradeildarleikur hefði Onana líka fengið gult spjald.“ Segir óhjákvæmilegt að málið verði rætt Þá segir Gallagher að það sé ekki séns að Onana hafi leikið boltanum viljandi með hendi. „Sean segir að þetta hafi ekki verið viljandi. Ég skil það, þetta var það ekki. Það er ekki séns að þetta hafi verið viljandi. En það stendur ekkert um viljandi hendi í reglunum og 90% af vítaspyrnum sem eru dæmdar eru ekki viljandi hvort sem er.“ Hann telur að vítadómar verði til umræðu þegar IFAB (Alþjóða knattspyrnuráðið) hittist í mars. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt. Í hverri viku erum við að ræða svona atvik. Við skoðum svipuð atvik og oftast eru dæmdar vítaspyrnur. Það hafa verið dæmdar miklu fleiri vítaspyrnur núna en áður.“
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Sjá meira