„Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. desember 2023 07:00 Littler hefur slegið í gegn á heimsmeistaramótinu í pílukasti en hann er dyggur stuðningsmaður Manchester United. Vísir/Getty Hinn 16 ára Luke Littler hefur heldur betur stolið senunni í Alexandra Palace á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Unglingurinn ætlar að skella sér á Old Trafford þegar mótinu lýkur og vonast til að geta látið gott af sér leiða. Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin. Pílukast Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er í fullum gangi í Alexandra Palace í London þessa dagana. Margar stórstjörnur hafa látið ljós sitt skína en óvæntasta stjarnan er án efa hinn 16 ára gamli Luke Littler sem er kominn áram í 16-manna úrslit. Littler hefur fengið mikla athygli og hafa fjölmiðlar keppst við að birta fréttir um hann. Móðir hans birti meðal annars mynd á samfélagsmiðlinum X nú um jólin þar sem Littler sást sitja fyrir framan jólatréð að opna jólagjöfina sína. Just a 16 year old opening his prezzys pic.twitter.com/ms1bvCFlbE— Lisa Littler (@LisaLittler3) December 25, 2023 Ein jólagjöf Littler gladdi hann meira en aðrar. Hann er nefnilega mikill stuðningsmaður Manchester United og fær að heimsækja Old Trafford á nýju ári. „Ég fékk dót fyrir Xbox tölvuna mína, fjarstýringu og gjafabréf og síðan tvo miða í skoðunarferð um Old Trafford. Þannig að ég fer þangað eftir heimsmeistaramótið,“ sagði Littler í viðtali. „Ég hef aldrei farið í skoðunarferðina áður. Ég hef séð nokkra leiki þar,“ bætti Littler við. Þegar síðan var nefnt við hann að hann gæti mögulega heimsótt Old Trafford með heimsmeistarabikarinn í farteskinu þá glotti hann. „Vonandi get ég sýnt þeim hvernig á að vinna bikar,“ en gengi United hefur verið brösugt síðustu misserin.
Pílukast Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira