Fjölskyldan heima þegar þjófar brutust inn til Grealish í miðjum leik Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 08:30 Sasha Attwood, unnusta Jack Grealish, var heima þegar þjófar brutust inn. Instagram/@sasha__rebecca Talið er að tíu fjölskyldumeðlimir Jack Grealish, þar á meðal unnusta hans, foreldrar og systkini, hafi verið stödd í nýju og glæsilegu stórhýsi hans þegar þjófar brutu sér leið inn. Grealish var þá að spila með Manchester City gegn Everton, í fyrrakvöld, og fjölskyldan að fylgjast með leiknum í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Samkvæmt frétt The Sun náðu þjófarnir að stela skartgripum að verðmæti einnar milljónar punda, sem samsvarar rúmum 170 milljónum íslenskra króna. Grealish mun hafa flýtt sér heim, strax og flautað hafði verið til leiksloka í 3-1 sigri City gegn Everton þar sem Grealish spilaði allan leikinn. Fjölskylda hans ýtti á sérstakan hættuástands-takka þegar ljóst var að þjófar væru komnir inn á heimilið, og faldi sig svo í gríðarstórri höllinni sem sögð er kosta 5,6 milljónir punda. Lögregla kom fljótt á svæðið og þyrla var send á vettvang í von um að finna þjófana en þeim tókst að sleppa, að minnsta kosti í bili. Burglars terrify Jack Grealish's family and leave with £1m of jewellery while he was playing 10 relatives in house watching him vs Everton Family pushed panic button, helicopter searched area Grealish dashed down tunnel at full-time https://t.co/1mYaBkY2k2— Mail Sport (@MailSport) December 29, 2023 Heimildamaður The Sun sagði: „Fjölskyldan er í miklu uppnámi. Þetta gengi tók mörg úr og skartgripi. Þeir gerðu þetta á meðan að Manchester City var að spila í beinni útsendingu í sjónvarpi, og öll fjölskyldan samankomin niðri til að hvetja hann áfram. Enginn meiddist en það ríkti mikil geðshræring. Það voru allir mjög óttaslegnir því þeim fannst þau svo berskjölduð.“ Daily Mail segir að í gær, daginn eftir innbrotið, hafi svo sést til Grealish fyrir utan húsið sitt að skoða leiðir að húsinu. Skammt sé síðan að hann flutti þangað inn og að í kjölfarið hafi hann fest kaup á nýrri öryggisgirðingu. Stórhýsið stendur á tíu hektara jörð og í því eru sjö svefnherbergi. Á svæðinu er einnig þyrluflugpallur, tennisvöllur, fótboltavöllur og krikketvöllur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn