Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 22:32 Verslunarmiðstöð í Dnípróborg varð fyrir rússneskri eldflaug í morgun. AP Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, segir að Rússar hafi notað öll vopn sem þeir byggju yfir þegar þeir vörpuðu sprengjum meðal annars á fæðingardeild. Talsmenn flughers Úkraínu segja að þeir hafi aldrei séð svo mörgum eldflaugum skotið í einu. BBC greinir frá. Sprengjubyrgi hæft Þeir segja að Rússar hafi beitt hljóðfráum skotflaugum og stýriflaugum, meðal annars af gerðinni X-22 sem erfitt er að skjóta niður. Flugherinn segir 114 af 158 flaugum og drónum hafa verið skotna niður. Unnið að því að slökkva eld í mannvirki í Karkív.AP/Jevhen Títov Níu manns létu lífið í Kænugarði þar sem neðanjarðarlestarstöð sem notuð var sem sprengjubyrgi varð fyrir eldflaug. Tíu íranskir drónar og fimmtán eldflaugar sprungu í Lvív sem hefur til þessa sloppið hvað best úr loftárásum Rússa í landinu. Fæðingardeild varð fyrir eldflaug Í Ódessuborg kviknaði eldur í stórri byggingu í kjölfar drónaárásar. Fjórir létust og tuttugu og tveir særðust, þar á meðal sex og átta ára gömul börn. Í Karkív sprungu 20 eldflaugar og þrír létust. Sjúkrahús varð meðal annars fyrir miklum skaða. Héraðsstjóri Dnípropetrovsk, Serhíj Lísak, segir að sex hafi látist og 28 særst í morgun. Eldflaugar hæfðu verslunarmiðstöð og fæðingardeild sjúkrahús í Dnípróborg. Í Sapórísjíu létu átta manns lífið í sprengiárásum og þrettán til viðbótar særðust. Mikið mannfall varð um allt landið. Myndin er úr Kænugarði.AP Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, segir að Rússar hafi notað öll vopn sem þeir byggju yfir þegar þeir vörpuðu sprengjum meðal annars á fæðingardeild. Talsmenn flughers Úkraínu segja að þeir hafi aldrei séð svo mörgum eldflaugum skotið í einu. BBC greinir frá. Sprengjubyrgi hæft Þeir segja að Rússar hafi beitt hljóðfráum skotflaugum og stýriflaugum, meðal annars af gerðinni X-22 sem erfitt er að skjóta niður. Flugherinn segir 114 af 158 flaugum og drónum hafa verið skotna niður. Unnið að því að slökkva eld í mannvirki í Karkív.AP/Jevhen Títov Níu manns létu lífið í Kænugarði þar sem neðanjarðarlestarstöð sem notuð var sem sprengjubyrgi varð fyrir eldflaug. Tíu íranskir drónar og fimmtán eldflaugar sprungu í Lvív sem hefur til þessa sloppið hvað best úr loftárásum Rússa í landinu. Fæðingardeild varð fyrir eldflaug Í Ódessuborg kviknaði eldur í stórri byggingu í kjölfar drónaárásar. Fjórir létust og tuttugu og tveir særðust, þar á meðal sex og átta ára gömul börn. Í Karkív sprungu 20 eldflaugar og þrír létust. Sjúkrahús varð meðal annars fyrir miklum skaða. Héraðsstjóri Dnípropetrovsk, Serhíj Lísak, segir að sex hafi látist og 28 særst í morgun. Eldflaugar hæfðu verslunarmiðstöð og fæðingardeild sjúkrahús í Dnípróborg. Í Sapórísjíu létu átta manns lífið í sprengiárásum og þrettán til viðbótar særðust. Mikið mannfall varð um allt landið. Myndin er úr Kænugarði.AP
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira