Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. desember 2023 15:55 Kristrún Frostadóttir er líklegt forsætisráðherra efni ef marka má könnun Maskínu Vísir/Hulda Margrét Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan. Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Aðspurð um hvort Kristrún og flokkur hennar væru búin að toppa svaraði hún: „Ég veit það ekki, hvort við séum búin að toppa, það héldu það margir í fyrra.“ „Ég skal samt vera ærleg með það: þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart, ekki af því að ég hafi ekki trú á því sem við erum að gera. Þetta er bara búið gerast hratt og vera mikill viðsnúningur. Ber að taka niðurstöðunni alvarlega Næst flestir vilja að núverandi forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, haldi ráðherrastólnum, eða 21 prósent. Í fyrra vildu flestir hafa hana sem forsætisráðherra, eða tæp 34 prósent. „Okkur ber að taka þetta alvarlega. Fyrir mig sem formann Vinstri grænna er þetta áhyggjuefni, að flokkurinn liggi við fimm prósentin samkvæmt síðustu könnun. Það er auðvitað ekki árangur sem mér finnst ásættanlegur,“ sagði Katrín um árangurinn. Katrín benti á að þarna mætti benda á að ríkisstjórnin sé nú komin á sjötta ár og að efnahagsmálin hafi verið erfið. Hún sagði þrátt fyrir það mikilvægt að líta inn á við. Blendnar tilfinningar varðandi meiri vinsældir Á eftir Kristrúnu og Katrínu koma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með 10,8 prósent stuðning, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með 10,4 prósent. Bæði bæta sig umtalsvert frá því í fyrra, en þá var Sigmundur með fimm prósenta stuðning og Þorgerður með 6,2 prósent. Sigmundur Davíð sagðist hafa blendnar tilfinningar varðandi það að stærri hluti segði hann standa sig vel en árið áður. „Ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af því þegar fleirum fer að líka við mann í ljósi þess hversu mörgum hefur stundum verið í nöp við mig, en ég hef reynt að pirra það fólk. Þannig ef ég er farinn að pirra færri með því að segja hlutina eins og þeir eru, þá þarf ég að fara að velta þessu fyrir mér.“ 7,2 prósent vilja Bjarna Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, sem forsætisráðherra. Þrátt fyrir það myndu næst flestir kjósa Sjálfstæðisflokkinn samkvæmt könnun Maskínu, eða 17,3 prósent. Samkvæmt skoðanakönnuninni finnst fólki að Bjarni hafi staðið sig illa. 45,5 prósent fannst hann hafa staðið sig verst af ráðherrunum á árinu. Bjarni segist ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann telur að þessar tölur endurspegli að hann hafi verið í átakamálum. Mestu máli skipti hvernig traustið verði þegar talið sé úr kjörkössunum. Niðurstöður könnunar Maskínu gefa einnig til kynna að 6,3 prósent vilji Ingu Sæland, hjá Flokki fólksins, sem forsætisráðherra, 6,2 prósent vilja formann Framsóknar Sigurð Inga Jóhannsson, og tvö prósent vilja Gísla Rafn Ólafsson hjá Pírötum í forsætisráðherrastólinn. 8,5 prósent myndu vilja einhvern annan en áðurnefnda kandídata, en sú tala hefur lækkað frá því í fyrra, en þá vildu 10,7 prósent einhvern annan.
Kryddsíld Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira