Menningarleysi RÚV Árni Pétur Árnason skrifar 1. janúar 2024 09:01 Í gær, á gamlárskvöld, mátti sjá í Ríkissjónvarpinu hinn árlega fréttaannáll og á undan honum íþróttaannálinn. Af nógu var að taka, enda var 2023 viðburðaríkt ár, og báðir annálar því yfirgripsmiklir. Þó sætir furðu hve lítið pláss menning og listir fengu í þessu ársuppgjöri. Íþróttir voru lagðar að jöfnu við allar aðrar fréttir ársins en vart drepið á menningarviðburðum liðins árs. Og þó var árið 2023 yfirfullt af hvers kyns menningarhápunktum. Listir hins ritaða orðs Á sviði ritlistarinnar þreyttu efnileg skáld og rithöfundar á borð við Birnu Stefánsdóttur og Þórdísi Helgadóttur frumraunir sínar, báðar við góðar viðtökur og verðlaun, með verkum sínum Örverpi og Armeló. Rótgrónir rithöfundar, s.s. Auður Ava, Gyrðir og Einar Kárason, sendu frá sér verk á heimsmælikvarða og mörk bókmenntaformsins voru teygð í verkum á borð við Kjöt Braga Páls. Vigdís Grímsdóttir sló á hjartastrengi lesenda og Sigríður Hagalín, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og fleiri köfuðu í tilvistarvitund Íslendinga. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hafa jafnmargar hálfsögulegar skáldsögur komið út og eru þær flestallar prýðisgóðar. Ekki fór nokkuð fyrir þeim og öllum hinum bókmenntaverkunum sem komu út á árinu í yfirliti Ríkissjónvarpsins. Klassík, popp og hvaðeina Upprennandi tónlistarfólk hélt áfram að að gera það gott innanlands og utan. Kári Egilsson sendi frá sér frumraunina Palmtrees in the snow í upphafi árs og jazzplötuna Óróapúls stuttu seinna. Greinilegt er að þar er á ferð mikilvægur hlekkur í framtíð íslenskrar tónlistar. Laufey Lín brilleraði á alþjóðavettvangi með jazzpopp-blöndum sínum og er nú meðal mestáheyrðu tónlistarmanna Spotify. Ekki bara á Íslandi heldur í gervöllum heiminum, og fjöldinn heldur áfram að hækka. Una Torfadóttir, Elín Hall og hljómsveitin Flott gerðu það gott með plötum, lögum og tónleikum ásamt fjöldamörgum öðrum en fúttið í umfjöllunina vantar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt marga velheppnaða tónleika með upprennandi og rótföstum tónlistarmönnum, innfluttum og innfæddum, og kynnti hlustendur fyrir nýjum verkum á sviði klassískrar tónlistar. Þá lék Sinfóníuhljómsveit Norðurlands inn á fjölda alþjóðlegra list- og afþreyingarverkefna og fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum undir stjórn stjörnustjórnandans Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Fjölmargar áhugamannasveitir, klassískar, jazz-, popp og hvaðeina, héldu tugi vel heppnaðra tónleika um allt land sem skemmtu almenningi, veittu nýgræðingum framgöngu og efldu menningarlíf landans. En ekkert bar á þessum mögnuðu afrekum í fréttaannál RÚV. Ekki einu sinni því að næstum tuttuguogfimm milljónir manna hlusta nú vikulega á Laufey. 25.000.000! Já, og allt hitt Þá eru ónefndar aðrar sviðslistir, málaralist, hannyrðir, skúlptúr og margt annað sem standa utan míns sérsviðs en fréttastofa RÚV ætti auðvitað að hafa burði til að gera skýr skil. Og allar þær stóráhugaverðu rannsóknir íslensks fræðafólks, innan háskólanna og utan, sem dansa á mörkum vísinda og menningar. Hvað bar hæst í þjóðfræðirannsóknum ársins? Hverjar eru nýjustu kenningar sagnfræðinga um landnám? Hafa félagsfræðingar komist nær íslensku þjóðarsálinni? Ekki virðist RÚV hafa áhuga á að gera þessum rannsóknum hátt undir höfði. Mikilvægi menningarumfjöllunar Á tímum þar sem menning og listir eiga rækilega undir högg að sækja, þar sem skjalasöfn eru lögð niður, fjármagn til hug- og félagsvísindavísinda er sífellt skorið niður, allsherjarkannanir sýna síversnandi læsi barnanna okkar og gríðarhá skólagjöld halda efnilegu framtíðarlistafólki frá listnámi; á tímum þar sem fréttamiðlar falla unnvörpum, þar á meðal allöflug menningarritstjórn Fréttablaðsins, þarf Ríkisútvarpið að taka hlutverk sitt sem menningarmiðill alvarlega. Höfundur er sagnfræðingur, bókavörður og básúnuleikari, sem og formaður Pírata í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, á gamlárskvöld, mátti sjá í Ríkissjónvarpinu hinn árlega fréttaannáll og á undan honum íþróttaannálinn. Af nógu var að taka, enda var 2023 viðburðaríkt ár, og báðir annálar því yfirgripsmiklir. Þó sætir furðu hve lítið pláss menning og listir fengu í þessu ársuppgjöri. Íþróttir voru lagðar að jöfnu við allar aðrar fréttir ársins en vart drepið á menningarviðburðum liðins árs. Og þó var árið 2023 yfirfullt af hvers kyns menningarhápunktum. Listir hins ritaða orðs Á sviði ritlistarinnar þreyttu efnileg skáld og rithöfundar á borð við Birnu Stefánsdóttur og Þórdísi Helgadóttur frumraunir sínar, báðar við góðar viðtökur og verðlaun, með verkum sínum Örverpi og Armeló. Rótgrónir rithöfundar, s.s. Auður Ava, Gyrðir og Einar Kárason, sendu frá sér verk á heimsmælikvarða og mörk bókmenntaformsins voru teygð í verkum á borð við Kjöt Braga Páls. Vigdís Grímsdóttir sló á hjartastrengi lesenda og Sigríður Hagalín, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og fleiri köfuðu í tilvistarvitund Íslendinga. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hafa jafnmargar hálfsögulegar skáldsögur komið út og eru þær flestallar prýðisgóðar. Ekki fór nokkuð fyrir þeim og öllum hinum bókmenntaverkunum sem komu út á árinu í yfirliti Ríkissjónvarpsins. Klassík, popp og hvaðeina Upprennandi tónlistarfólk hélt áfram að að gera það gott innanlands og utan. Kári Egilsson sendi frá sér frumraunina Palmtrees in the snow í upphafi árs og jazzplötuna Óróapúls stuttu seinna. Greinilegt er að þar er á ferð mikilvægur hlekkur í framtíð íslenskrar tónlistar. Laufey Lín brilleraði á alþjóðavettvangi með jazzpopp-blöndum sínum og er nú meðal mestáheyrðu tónlistarmanna Spotify. Ekki bara á Íslandi heldur í gervöllum heiminum, og fjöldinn heldur áfram að hækka. Una Torfadóttir, Elín Hall og hljómsveitin Flott gerðu það gott með plötum, lögum og tónleikum ásamt fjöldamörgum öðrum en fúttið í umfjöllunina vantar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt marga velheppnaða tónleika með upprennandi og rótföstum tónlistarmönnum, innfluttum og innfæddum, og kynnti hlustendur fyrir nýjum verkum á sviði klassískrar tónlistar. Þá lék Sinfóníuhljómsveit Norðurlands inn á fjölda alþjóðlegra list- og afþreyingarverkefna og fagnaði 30 ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum undir stjórn stjörnustjórnandans Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Fjölmargar áhugamannasveitir, klassískar, jazz-, popp og hvaðeina, héldu tugi vel heppnaðra tónleika um allt land sem skemmtu almenningi, veittu nýgræðingum framgöngu og efldu menningarlíf landans. En ekkert bar á þessum mögnuðu afrekum í fréttaannál RÚV. Ekki einu sinni því að næstum tuttuguogfimm milljónir manna hlusta nú vikulega á Laufey. 25.000.000! Já, og allt hitt Þá eru ónefndar aðrar sviðslistir, málaralist, hannyrðir, skúlptúr og margt annað sem standa utan míns sérsviðs en fréttastofa RÚV ætti auðvitað að hafa burði til að gera skýr skil. Og allar þær stóráhugaverðu rannsóknir íslensks fræðafólks, innan háskólanna og utan, sem dansa á mörkum vísinda og menningar. Hvað bar hæst í þjóðfræðirannsóknum ársins? Hverjar eru nýjustu kenningar sagnfræðinga um landnám? Hafa félagsfræðingar komist nær íslensku þjóðarsálinni? Ekki virðist RÚV hafa áhuga á að gera þessum rannsóknum hátt undir höfði. Mikilvægi menningarumfjöllunar Á tímum þar sem menning og listir eiga rækilega undir högg að sækja, þar sem skjalasöfn eru lögð niður, fjármagn til hug- og félagsvísindavísinda er sífellt skorið niður, allsherjarkannanir sýna síversnandi læsi barnanna okkar og gríðarhá skólagjöld halda efnilegu framtíðarlistafólki frá listnámi; á tímum þar sem fréttamiðlar falla unnvörpum, þar á meðal allöflug menningarritstjórn Fréttablaðsins, þarf Ríkisútvarpið að taka hlutverk sitt sem menningarmiðill alvarlega. Höfundur er sagnfræðingur, bókavörður og básúnuleikari, sem og formaður Pírata í Kópavogi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun