Enski boltinn

Lockyer eftir hjarta­á­fallið: Ég er þakk­látur hetjunum

Dagur Lárusson skrifar
Lockyer í leik gegn Everton fyrr í haust
Lockyer í leik gegn Everton fyrr í haust Vísir/Getty

Tom Lockyer, leikmaður og fyrirliði Luton, segist ætla að velta fyrir sér sínum valmöguleikum á næstu vikum.

Tom Lockyer talaði í fyrsta sinn opinberlega í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall og hnigið niður í leik Luton og Bournemouth nú á dögunum.

„Ég vildi bara segja að ég mér líður mjög vel og mér líður mikið meira eins og sjálfum mér núna eftir það sem gerðist,“ byrjaði Lockyer að segja.

„Ástæðan fyrir því að mér líður svona vel eru leikmennirnir, þjálfarateymið, læknarnir og allir hinir sem brugðust svo vel við þegar þetta gerðist. Ég er mjög þakklátur öllum þessum hetjum, þau björguðu lífi mínu,“ hélt Lockyer áfram að segja.

„Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa stjóranum og félaginu á hvaða hátt sem er. Á nýju ári mun ég hitta sérfræðinga og við munum fara yfir mína möguleika,“ endaði Tom Lockyer á að segja.


Tengdar fréttir

Gangráður græddur í fyrirliða Luton

Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, sem hneig niður í leiknum gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni um helgina hefur verið útskrifaður af spítala.

Leikur Bournemouth og Luton verður endurspilaður frá upphafi

Leikur Bournemouth gegn Luton Town í ensku úrvalsdeildinni var flautaður af í stöðunni 1-1 eftir að Tom Lockyer fékk hjartastopp og hneig til jarðar. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að leikurinn verði endurspilaður í heild sinni en engin dagsetning hefur verið sett. 

Leikur Bournemouth og Luton verður endurspilaður frá upp­hafi

Leikur Bournemouth gegn Luton Town í ensku úrvalsdeildinni var flautaður af í stöðunni 1-1 eftir að Tom Lockyer fékk hjartastopp og hneig til jarðar. Stjórn úrvalsdeildarinnar hefur ákveðið að leikurinn verði endurspilaður í heild sinni en engin dagsetning hefur verið sett. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×