Enski boltinn

Klopp: Allt­of snemmt

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. Vísir/getty

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segist ekki vilja að hann né leikmennirnir fari fram úr sér í tali um titilbaráttuna.

Liverpool endaði árið 2023 á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að Arsenal tapaði fyrir Fulham 2-1 í gær en með sigri á Newcastle í kvöld getur liðið styrkt stöðu sína á toppnum.

„Það er alltof snemmt að byrja að tala um titilinn. Við höfum átt mikið af góðum köflum í leikjum þar sem við náðum samt ekki að vinna og síðan höfum við átt marga leiki þar sem við spiluðum alls ekki vel en unnum samt. Þetta er langt ferli. Þetta lið er í miðju ferli og við erum að reyna að gera það besta úr því,“ byrjaði Klopp að segja.

„En ef þú spyrð mig hvort ég vilji frekar vera í fyrsta sætinu eða í því sjötta þá segi ég fyrsta, það er augljóst.“

Klopp talaði einnig aðeins um Newcastle.

„Þeir hafa þurft að glíma við mikið af meiðslum og hafa því verið mjög óheppnir. Mér finnst þeir samt hafa staðið sig vel og þeir leikir sem ég hef séð með þeim þá eru þeir yfirleitt með góðar hugmyndir. En það er klárt að Eddie hefur þurft að spila á sama byrjunarliðinu of oft,“ endaði Klopp á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×