Enski boltinn

Meiðslavandræði Newcastle halda á­fram

Dagur Lárusson skrifar
Kieran Trippier og Callum Wilson.
Kieran Trippier og Callum Wilson. Vísir/Getty

Meiðslavandræði Newcastle halda áfram en þeir Kieran Trippier og Callum Wilson eru báðir fjarri góðu gamni gegn Liverpool í kvöld

Newcastle hefur þurft að glíma við mikið af meiðslum síðustu vikurnar en Eddie Howe hefur þurft að stilla upp sama byrjunarliði marga leiki í röð og þá sérstaklega í desember.

Stuðningsmenn liðsins voru eflaust vongóðir um það að á nýju ári myndu meiðslavandræðin heyra sögunni til en svo virðist ekki vera. 

Samkvæmt einum af nýjustu færslum Fabrizio Romano virðist fyrirliði liðsins, Kieran Trippier, vera að glíma við meiðsli í nára á meðan Callum Wilson er að glíma við meiðsli í kálfa.

Ekki er vitað að svo stöddu hversu lengi þeir verða frá en þeir missa að minnsta kosti af leik liðsins gegn Liverpool í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×