„Ég er mjög þakklát fyrir að hafa bara kýlt á það og flutt út“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 20:01 Sandra Björg flutti nánast allslaus til Danmerkur á sínum tíma og hafði enga hugmynd um hvað biði hennar og sonarins. Samsett Árið 2022 ákvað Sandra Björg Stefánsdóttir að flytja til Horsens ásamt þriggja ára gömlum syni sínum. Hún var hvorki með vinnu eða húsnæði þegar hún kom fyrst til Danmerkur en tók eitt skref í einu og þraukaði. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Stökk á tækifærið Sandra lærði naglaásetningar og förðun árið 2012. „Það var alltaf bara svona „hliðardjobb“. Ég vann í mörg ár með fötluðum og hafði mjög gaman af því þó það væri oft mjög krefjandi. Fyrir tveimur árum flutti ég aftur til Ísafjarðar, þar sem ég ólst upp og þá var tækifæri fyrir mig til að byrja aftur að gera neglur, og augnhárin líka af því að það var enginn að gera það á Ísafirði. Og þá fann ég að þetta var það sem mig virkilega langaði til að gera.“ Í janúar á seinasta ári tjáði vinkona Söndru á Ísafirði henni að hún ætlaði að breyta til og flytjast búferlum til Danmerkur með fjölskyldu sinni, nánar tiltekið til Horsens. „Hún ólst upp í Danmörku og var alltaf á leiðinni að flytja út aftur. Og hún spurði mig hvort ég vildi ekki bara koma með henni. Mig hafði alltaf langað að prófa að flytja erlendis en það var alltaf eitthvað sem stoppaði mig., eins og að það að vera ein með strákinn minn. Og ég sagði henni að ég ætlaði að bíða í svona ár, safna pening og koma svo út. Svo ræddi ég þetta við bróður minn og það var hann sem sannfærði mig um að kýla bara á þetta og skella mér út.“ Og því varð úr að tæpu hálfu ári seinna hafði Sandra selt flest allt sem hún átti, fyrir utan nokkrar persónulegar eigur og sigldi með Norrænu til Danmerkur, ásamt yngri syni sínum og hundunum þeirra tveim. Eldri sonurinn varð eftir heima á Íslandi hjá pabba sínum. Ný og spennandi tækni Fyrst um sinn bjuggu mæðginin heima hjá tengdaforeldrum vinkonu Söndru í Kjellerup. Í Danmörku er fyrirkomulagið þannig að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá fá úthlutað tímabundinni vinnu hjá bænum á meðan þeir eru í atvinnuleit, og er viðkomandi skylt að mæta. Sandra fékk starf hjá nytjamarkaði en hún segist fyrst um sinn hafa átt erfitt uppdráttar, komin í nýtt umhverfi og nýjan „kúltúr.“ „Mér fannst ég svolítið eins og einhver illa gerður hlutur þarna innan um alla, talaði ekki dönskuna og skildi hana ekki nógu vel heldur. Sandra segir fyrstu mánuðina í Danmörku þar af leiðandi hafa verið krefjandi og óvissan var mikil. Hún var eigin sögn einstaklega heppin með að hafa lent á ráðgjafa hjá vinnumálastofnunni sem var boðin og búin til að hjálpa henni. „Hún gerði rosalega mikið fyrir mig, hún fór á stúfana og hringdi í tvo aðila sem hún þekkti persónulega, til að athuga hvort það væri eitthvað laust hjá þeim.“ Annar af þessum tveimur aðilum var kona á áttræðisaldri að nafni Bente Jensen, eigandi snyrtistofunnar Visage. Bente hafði ári áður fengið einkaleyfi á Mystery Lashes- nýrri þýskri augnháratækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Þýskalandi og í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Það sem gerir þá tækni sérstaka er sú að LED ljós er notast er við ofnæmisvænt lím til að festa augnháralengingarnar, og það er svo þurrkað með LED ljósi, sem tekur einungis nokkrar sekúndur. Og þar sem að Sandra hafði reynslu af augnháralengingum þá var tímasetningin fullkomin. Hún gat gert samning við vinnumálastofnunina, sem greiddu hluta af laununum hennar og Bente greiddi restina. „Hún var búin að vera tækið ofan í skúffu í heilt ár en var ekki með neinn „lash artist“ hjá sér og þá kom þessi hugmynd um að ég myndi koma til hennar og hún myndi þjálfa mig í að nota þessa tækni.“ Sandra Björg og Bette Jensen.Aðsend Margarita Zimmer er konan á bak við Mystery Lashes en hún er þýskur snyrtifræðingur sem hafði sjálf þróað með sér ofnæmi fyrir hefðbundu augnháralími. Sandra og Bente fóru á ráðstefnu í Lübeck í Þýskalandi þar sem þær hittu Margaritu og Sandra fór á námskeið þar sem hún lærði meira um tæknina. Fyrr á árinu tók Bente yfir leigusamning á húsnæði í miðbæ Horsens, þar sem áður var skotvopnaverslun. Bente breytti húsnæðinu í snyrtistofuna Mona Lisa, þar sem boðið er upp á augnháralengingar með nýju Mystery Lashes tækninni og naglaásetningar og þar að auki er einnig verslun með notuð föt og skrautmuni. Og þar vinnur Sandra í dag. Hún er að öllum líkindum sú fyrsta í Danmörku sem vinnur með nýju augnháratæknina. Í júlí síðastliðnum ræddi blaðamaður Horsens Posten við Söndru um líf hennar og störf í Danmörku. „Ég er rosalega þakklát fyrir að hafa kynnst Bente, hún er búin að taka mig undir sinn verndarvæng,“ segir Sandra en draumurinn er að innan nokkurra mánaða, þegar samningurinn við vinnumálastofnun rennur út, þá muni hún geta starfað sjálfstætt hjá Bente. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Stefánsdóttir (@sandrabee_lashesandnails) „Ég er líka ennþá að vinna í því að byggja upp kúnnahóp. Kosturinn við Monu Lisu er maður er mjög sýnilegur hérna, fólk getur horft hingað inn af götunni og séð hvað maður er að gera. Ég reyni líka að vera dugleg við að setja myndir af því sem ég er að gera inn á Instagram. En svo þarf maður líka svolítið mikið að reiða sig „word of mouth“, skapa sér gott orðspor.“ Mikill munur á lífsgæðum Hvað sem gerist, þá sér Sandra það ekki fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands. „Lífsgæðin eru betri hérna í Danmörku. Það er eiginlega sama hvernig allt fer og hvað ég mun enda á að gera, ég sé fyrir mér að geta átt betra líf hér heldur en á Íslandi. Maður er kannski ekki að lifa mjög hátt, en það munar rosalega miklu að geta lifað á laununum sínum út mánuðinn. Það munar líka miklu að þurfa ekki að vera á bíl og geta hjólað eða labbað nánast hvert sem er,“ segir Sandra og nefnir einnig veðurfarið. „Heima á Íslandi blandast árstíðirnar svolítið saman en hérna byrjar yfirleitt ekki snjóa fyrr en einhvern tímann eftir áramót. Það er líka frábært að geta vaknað í birtu á veturna.“ Sandra og sonur hennar eru búin að koma sér vel fyrir í Horsens; eru loksins komin með fast húsnæði og drengurinn er á leikskóla þar sem hann er hæstánægður. Mæðgin á góðri stundu.Aðsend „Ég vil endilega verða betri í dönskunni, og það hjálpar mjög mikið að vera í þessu starfi þar sem maður er mikið að spjalla við kúnna á hverjum degi. Fólk er yfirleitt mjög opið hérna og vill hjálpa manni að læra og elska þegar fólk nennir að spjalla við mig á dönsku, þó að danskan mín sé mjög langt frá því að vera fullkomin.“ Hana grunaði ekki þegar hún flutti út í fyrstu að hún ætti eftir að enda á þessum stað, tæpu einu og hálfi ári síðar. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa bara kýlt á það og flutt út, í stað þess að að bíða og safna pening. Ég held að það séu örugglega margir aðrir þarna úti í þessum pælingum. Ég held að stundum sé best að vera ekki að ofhugsa hlutina of mikið. Þá er meiri hætta á að maður tali sjálfan sig af því að taka stökkið. Þetta er búið að vera mun erfiðara en ég var búin að gera ráð fyrir, sérstaklega í byrjun. En ég er mjög spennt fyrir framhaldinu.“ Íslendingar erlendis Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Stökk á tækifærið Sandra lærði naglaásetningar og förðun árið 2012. „Það var alltaf bara svona „hliðardjobb“. Ég vann í mörg ár með fötluðum og hafði mjög gaman af því þó það væri oft mjög krefjandi. Fyrir tveimur árum flutti ég aftur til Ísafjarðar, þar sem ég ólst upp og þá var tækifæri fyrir mig til að byrja aftur að gera neglur, og augnhárin líka af því að það var enginn að gera það á Ísafirði. Og þá fann ég að þetta var það sem mig virkilega langaði til að gera.“ Í janúar á seinasta ári tjáði vinkona Söndru á Ísafirði henni að hún ætlaði að breyta til og flytjast búferlum til Danmerkur með fjölskyldu sinni, nánar tiltekið til Horsens. „Hún ólst upp í Danmörku og var alltaf á leiðinni að flytja út aftur. Og hún spurði mig hvort ég vildi ekki bara koma með henni. Mig hafði alltaf langað að prófa að flytja erlendis en það var alltaf eitthvað sem stoppaði mig., eins og að það að vera ein með strákinn minn. Og ég sagði henni að ég ætlaði að bíða í svona ár, safna pening og koma svo út. Svo ræddi ég þetta við bróður minn og það var hann sem sannfærði mig um að kýla bara á þetta og skella mér út.“ Og því varð úr að tæpu hálfu ári seinna hafði Sandra selt flest allt sem hún átti, fyrir utan nokkrar persónulegar eigur og sigldi með Norrænu til Danmerkur, ásamt yngri syni sínum og hundunum þeirra tveim. Eldri sonurinn varð eftir heima á Íslandi hjá pabba sínum. Ný og spennandi tækni Fyrst um sinn bjuggu mæðginin heima hjá tengdaforeldrum vinkonu Söndru í Kjellerup. Í Danmörku er fyrirkomulagið þannig að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá fá úthlutað tímabundinni vinnu hjá bænum á meðan þeir eru í atvinnuleit, og er viðkomandi skylt að mæta. Sandra fékk starf hjá nytjamarkaði en hún segist fyrst um sinn hafa átt erfitt uppdráttar, komin í nýtt umhverfi og nýjan „kúltúr.“ „Mér fannst ég svolítið eins og einhver illa gerður hlutur þarna innan um alla, talaði ekki dönskuna og skildi hana ekki nógu vel heldur. Sandra segir fyrstu mánuðina í Danmörku þar af leiðandi hafa verið krefjandi og óvissan var mikil. Hún var eigin sögn einstaklega heppin með að hafa lent á ráðgjafa hjá vinnumálastofnunni sem var boðin og búin til að hjálpa henni. „Hún gerði rosalega mikið fyrir mig, hún fór á stúfana og hringdi í tvo aðila sem hún þekkti persónulega, til að athuga hvort það væri eitthvað laust hjá þeim.“ Annar af þessum tveimur aðilum var kona á áttræðisaldri að nafni Bente Jensen, eigandi snyrtistofunnar Visage. Bente hafði ári áður fengið einkaleyfi á Mystery Lashes- nýrri þýskri augnháratækni sem hefur verið að ryðja sér til rúms í Þýskalandi og í Bandaríkjunum undanfarin misseri. Það sem gerir þá tækni sérstaka er sú að LED ljós er notast er við ofnæmisvænt lím til að festa augnháralengingarnar, og það er svo þurrkað með LED ljósi, sem tekur einungis nokkrar sekúndur. Og þar sem að Sandra hafði reynslu af augnháralengingum þá var tímasetningin fullkomin. Hún gat gert samning við vinnumálastofnunina, sem greiddu hluta af laununum hennar og Bente greiddi restina. „Hún var búin að vera tækið ofan í skúffu í heilt ár en var ekki með neinn „lash artist“ hjá sér og þá kom þessi hugmynd um að ég myndi koma til hennar og hún myndi þjálfa mig í að nota þessa tækni.“ Sandra Björg og Bette Jensen.Aðsend Margarita Zimmer er konan á bak við Mystery Lashes en hún er þýskur snyrtifræðingur sem hafði sjálf þróað með sér ofnæmi fyrir hefðbundu augnháralími. Sandra og Bente fóru á ráðstefnu í Lübeck í Þýskalandi þar sem þær hittu Margaritu og Sandra fór á námskeið þar sem hún lærði meira um tæknina. Fyrr á árinu tók Bente yfir leigusamning á húsnæði í miðbæ Horsens, þar sem áður var skotvopnaverslun. Bente breytti húsnæðinu í snyrtistofuna Mona Lisa, þar sem boðið er upp á augnháralengingar með nýju Mystery Lashes tækninni og naglaásetningar og þar að auki er einnig verslun með notuð föt og skrautmuni. Og þar vinnur Sandra í dag. Hún er að öllum líkindum sú fyrsta í Danmörku sem vinnur með nýju augnháratæknina. Í júlí síðastliðnum ræddi blaðamaður Horsens Posten við Söndru um líf hennar og störf í Danmörku. „Ég er rosalega þakklát fyrir að hafa kynnst Bente, hún er búin að taka mig undir sinn verndarvæng,“ segir Sandra en draumurinn er að innan nokkurra mánaða, þegar samningurinn við vinnumálastofnun rennur út, þá muni hún geta starfað sjálfstætt hjá Bente. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Stefánsdóttir (@sandrabee_lashesandnails) „Ég er líka ennþá að vinna í því að byggja upp kúnnahóp. Kosturinn við Monu Lisu er maður er mjög sýnilegur hérna, fólk getur horft hingað inn af götunni og séð hvað maður er að gera. Ég reyni líka að vera dugleg við að setja myndir af því sem ég er að gera inn á Instagram. En svo þarf maður líka svolítið mikið að reiða sig „word of mouth“, skapa sér gott orðspor.“ Mikill munur á lífsgæðum Hvað sem gerist, þá sér Sandra það ekki fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands. „Lífsgæðin eru betri hérna í Danmörku. Það er eiginlega sama hvernig allt fer og hvað ég mun enda á að gera, ég sé fyrir mér að geta átt betra líf hér heldur en á Íslandi. Maður er kannski ekki að lifa mjög hátt, en það munar rosalega miklu að geta lifað á laununum sínum út mánuðinn. Það munar líka miklu að þurfa ekki að vera á bíl og geta hjólað eða labbað nánast hvert sem er,“ segir Sandra og nefnir einnig veðurfarið. „Heima á Íslandi blandast árstíðirnar svolítið saman en hérna byrjar yfirleitt ekki snjóa fyrr en einhvern tímann eftir áramót. Það er líka frábært að geta vaknað í birtu á veturna.“ Sandra og sonur hennar eru búin að koma sér vel fyrir í Horsens; eru loksins komin með fast húsnæði og drengurinn er á leikskóla þar sem hann er hæstánægður. Mæðgin á góðri stundu.Aðsend „Ég vil endilega verða betri í dönskunni, og það hjálpar mjög mikið að vera í þessu starfi þar sem maður er mikið að spjalla við kúnna á hverjum degi. Fólk er yfirleitt mjög opið hérna og vill hjálpa manni að læra og elska þegar fólk nennir að spjalla við mig á dönsku, þó að danskan mín sé mjög langt frá því að vera fullkomin.“ Hana grunaði ekki þegar hún flutti út í fyrstu að hún ætti eftir að enda á þessum stað, tæpu einu og hálfi ári síðar. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa bara kýlt á það og flutt út, í stað þess að að bíða og safna pening. Ég held að það séu örugglega margir aðrir þarna úti í þessum pælingum. Ég held að stundum sé best að vera ekki að ofhugsa hlutina of mikið. Þá er meiri hætta á að maður tali sjálfan sig af því að taka stökkið. Þetta er búið að vera mun erfiðara en ég var búin að gera ráð fyrir, sérstaklega í byrjun. En ég er mjög spennt fyrir framhaldinu.“
Íslendingar erlendis Danmörk Ástin og lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira