Rannsaka umskurð í heimahúsi á Akureyri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 18:34 Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hvort drengur á öðru aldursári hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri haustið 2022. Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018. Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu, og hefur eftir Skarphéðni Aðalsteinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rannsóknin hafi staðið yfir síðan í september 2022. Tilkynning hafi borist um aðgerðina frá heilbrigðisstofnun á Norðurlandi. RÚV hefur eftir heimildum að farið hafi verið með drenginn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir aðgerð, að beiðni barnaverndaryfirvalda. Framkvæma hafi þurft aðgerðina aftur á sjúkrahúsinu, til að koma í veg fyrir að sýking kæmi í sárið, sem var farið að blæða í. Kona frá Gana hafi ferðast til Akureyrar frá Ítalíu til að framkvæma aðgerðina, en foreldrar drengins hafi borið því við að þeir vissu ekki að slíkar aðgerðir gætu verið ólöglegar. Lengi verið umdeilt Umskurður drengja hefur verið nokkuð umdeildur hér á landi. Árið 2018 lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þáverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fram frumvarp ásamt átta öðrum þingmönnum, þar sem lagt var til að umskurður barna yrði alfarið bannaður. Frumvarpið vakti gríðarlega athygli hér á landi sem og erlendis, en náði að endingu ekki fram að ganga. Hefði það gerst hefði Ísland orðið fyrsta Evrópulandið til að banna umskurð barna alfarið. Landlæknisembættið lagðist gegn frumvarpinu á sínum tíma, á þeim grundvelli að trúarlegar og menningarlegar hliðar málsins væru svo ríkar, að umskurður drengja yrði áfram framkvæmdur, óháð afstöðu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins til slíkra aðgerða. „Það er því nauðsynlegt að löggjöf á þessu sviði sé gerð þannig úr garði að umskurður á drengjum valdi ekki barninu skaða,“ sagði í umsögn Landlæknis árið 2018.
Lögreglumál Akureyri Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira