Brutu ekki lög með því að ráða ekki fatlaðan mann í prófarkalestur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 22:51 Ríkisútvarpið gerðist ekki brotlegt við lög með því að ráða manninn ekki í vinnu. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið gerðist ekki brotlegt við lög um um jafna meðferð á vinnumarkaði með því að ráða ekki fatlaðan mann í hlutastarf við prófarkalestur. Ekki þótti sýnt fram á að ákvörðun RÚV byggðist á fötlun mannsins. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála, en úrskurður nefndarinnar í málinu birtist í síðasta mánuði. Þar kemur fram að kæranda hafi verið, fyrir tilstuðlan Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun, boðið að koma í starfsviðtal hjá RÚV í júní 2022. Hann hafi síðan ekki verið ráðinn. Vildi næði en hafi ekki hafnað opnu vinnurými Í úrskurðinum segir að kærandi hafi talið ákvörðun RÚV um að ráða hann ekki í starfið og tilkynna honum ekki um það hafi falið í sér mismunun á grundvelli fötlunar og þar með brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Kærandi tekur fram að honum hafi ekki verið tilkynnt í kjölfarið að hann hefði ekki fengið starfið og ekki heldur hver hafi hlotið starfið í hans stað. Hefði kærða borið að tilkynna kæranda það sérstaklega þar sem hann hafi verið í viðkvæmri stöðu en mannauðsráðgjafi kærða hafi lofað að láta hann vita hvort það yrði af ráðningunni. Hafi mannauðsráðgjafanum verið í lófa lagið að segja honum að mannauðsstjóri myndi hafa samband við Vinnumálastofnun hafi það verið ætlunin. Það hafi hins vegar ekki verið gert að sögn ráðgjafa kæranda hjá Vinnumálastofnun,“ segir í þeim kafla úrskurðarins sem fjallar um sjónarmið mannsins. Þar segir einnig að maðurinn telji fötlun sína líklega hafa orðið til þess að hann hafi ekki verið ráðinn, en atvinnuviðtalið hafi ekki gengið mjög vel. Þá hafi hann aldrei sagt að hann vildi ekki vinna í opnu rými heldur að það væri æskilegt að hafa næði. „Bendir kærandi á að prófarkalestursrými hjá kærða sé við hliðina á fréttastofu. Ljóst sé að sæmilegt næði sé nauðsynlegt við prófarkalestur en yfirmönnum beri að tryggja það. Kærða hafi því mátt vera ljóst að kærandi þyrfti næði í starfi sínu og vinnuálag við hæfi vegna fötlunar en ekki stöðugt áreiti frá fréttastofu sem sé kvíðavaldandi og framkalli ófagleg vinnubrögð.“ Starfið ekki auglýst Í málinu sagði Ríkisútvarpið að möguleikar á starfstækifærum fyrir ólíka hópa hafi verið kannaði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í maí 2022 hafi ráðgjafi hjá stofnuninni lagt fram beiðni um að kanna möguleika á hlutastarfi við prófarkalestur fyrir einstakling með reynslu og menntun á því sviði. Starf á málsfarsdeild RÚV hafi ekki verið laust og ekki staðið til að bæta við starfsfólki, en engu að síður hafi verið ákveðið að kanna möguleika á hlutastarfi fyrir manninn án auglýsingar. Eins var bent á að hálfu RÚV að starfið feli ekki aðeins í sér yfirlestur á rituðu máli eða hefðbundinn prófarkarlestur, heldur einnig málfarsráðgjöf, sem feli í sér mikil samskipti við samstarfsfólk, leiðbeiningar og ráðgjöf, sérstaklega á fréttastofu þar sem farið er yfir málfar allra fréttatíma. RÚV bar því við að engin bein samskipti hafi verið við kæranda í aðdraganda starsfviðtalsins, heldur hafi samskiptin farið fram í gegnum tengilið hjá Vinnumálastofnun. „Þar hafi komið fram að hann væri ekki reiðubúinn að vinna í opnu vinnurými og undir því álagi sem óhjákvæmilega fylgdi eðli starfsins hjá kærða, auk þess sem hann hafi óskað eftir að vera í fjarvinnu. Kærði tekur fram að starfið krefjist þess að viðkomandi sé að mestu aðgengilegur á starfsstöð.“ Þá kom fram í málatilbúnaði RÚV að í kjölfar viðtalsins hafi tengiliður Vinnumálastofnunar óskað eftir upplýsingum um hvort maðurinn fengi starf í gegnum tölvupóst, en þær hafi verið veittar símleiðis. Það hafi verið skilningur RÚV að maðurinn yrði upplýstur af hálfu vinnumálastofnunar, þar sem fyrri samskipti hefðu farið fram með milligöngu hennar. Ekkert erindi hafi borist frá manninum sjálfum til að kanna niðurstöðuna og engin frekari samskipti verið milli ráðgjafa Vinnumálastofnunar og RÚV. Allt saman málefnalegt Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að RÚV hefði ekki gerst brotlegt við lög byggði meðal annars á því að ekki var sótt um starfið á grundvelli auglýsingar, heldur í gegnum Vinnumálastofnun á grundvelli stuðnings við einstaklinga með skerta starfsgetu. Enginn annar hafi verið boðaður í viðtalið og því ljóst að enginn annar en hann kæmi til greina í starfið. „Kærði hefur lýst því að ekki hafi verið um að ræða hefðbundið starf prófarkalesara heldur málfarsráðgjöf fyrir starfsfólk, einkum á fréttastofu. Kærandi hafi verið boðaður í viðtal til að kanna möguleika á því að veita honum tækifæri til að starfa í hlutastarfi hjá kærða. Var niðurstaða kærða um að ráða ekki kæranda byggð á upplýsingum sem komu fram í viðtalinu, m.a. þeim að kærandi ætti erfitt með að vinna í opnu rými og undir því álagi sem fælist í starfinu. Að mati kærunefndar verður hvorki talið að slíkt hafi verið óheimilt né ómálefnalegt. Verður því ekki betur séð en að mat kærða hafi að þessu leyti verið forsvaranlegt og málefnalegt,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Þá segir að misskilningur milli RÚV og Vinnumálastofnunar sem leiddi til þess að maðurinn var ekki upplýstur um að hann hefði ekki fengið starfið hefði ekki áhrif á niðurstöðu málsins. Stjórnsýsla Vinnumarkaður Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála, en úrskurður nefndarinnar í málinu birtist í síðasta mánuði. Þar kemur fram að kæranda hafi verið, fyrir tilstuðlan Atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun, boðið að koma í starfsviðtal hjá RÚV í júní 2022. Hann hafi síðan ekki verið ráðinn. Vildi næði en hafi ekki hafnað opnu vinnurými Í úrskurðinum segir að kærandi hafi talið ákvörðun RÚV um að ráða hann ekki í starfið og tilkynna honum ekki um það hafi falið í sér mismunun á grundvelli fötlunar og þar með brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Kærandi tekur fram að honum hafi ekki verið tilkynnt í kjölfarið að hann hefði ekki fengið starfið og ekki heldur hver hafi hlotið starfið í hans stað. Hefði kærða borið að tilkynna kæranda það sérstaklega þar sem hann hafi verið í viðkvæmri stöðu en mannauðsráðgjafi kærða hafi lofað að láta hann vita hvort það yrði af ráðningunni. Hafi mannauðsráðgjafanum verið í lófa lagið að segja honum að mannauðsstjóri myndi hafa samband við Vinnumálastofnun hafi það verið ætlunin. Það hafi hins vegar ekki verið gert að sögn ráðgjafa kæranda hjá Vinnumálastofnun,“ segir í þeim kafla úrskurðarins sem fjallar um sjónarmið mannsins. Þar segir einnig að maðurinn telji fötlun sína líklega hafa orðið til þess að hann hafi ekki verið ráðinn, en atvinnuviðtalið hafi ekki gengið mjög vel. Þá hafi hann aldrei sagt að hann vildi ekki vinna í opnu rými heldur að það væri æskilegt að hafa næði. „Bendir kærandi á að prófarkalestursrými hjá kærða sé við hliðina á fréttastofu. Ljóst sé að sæmilegt næði sé nauðsynlegt við prófarkalestur en yfirmönnum beri að tryggja það. Kærða hafi því mátt vera ljóst að kærandi þyrfti næði í starfi sínu og vinnuálag við hæfi vegna fötlunar en ekki stöðugt áreiti frá fréttastofu sem sé kvíðavaldandi og framkalli ófagleg vinnubrögð.“ Starfið ekki auglýst Í málinu sagði Ríkisútvarpið að möguleikar á starfstækifærum fyrir ólíka hópa hafi verið kannaði í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í maí 2022 hafi ráðgjafi hjá stofnuninni lagt fram beiðni um að kanna möguleika á hlutastarfi við prófarkalestur fyrir einstakling með reynslu og menntun á því sviði. Starf á málsfarsdeild RÚV hafi ekki verið laust og ekki staðið til að bæta við starfsfólki, en engu að síður hafi verið ákveðið að kanna möguleika á hlutastarfi fyrir manninn án auglýsingar. Eins var bent á að hálfu RÚV að starfið feli ekki aðeins í sér yfirlestur á rituðu máli eða hefðbundinn prófarkarlestur, heldur einnig málfarsráðgjöf, sem feli í sér mikil samskipti við samstarfsfólk, leiðbeiningar og ráðgjöf, sérstaklega á fréttastofu þar sem farið er yfir málfar allra fréttatíma. RÚV bar því við að engin bein samskipti hafi verið við kæranda í aðdraganda starsfviðtalsins, heldur hafi samskiptin farið fram í gegnum tengilið hjá Vinnumálastofnun. „Þar hafi komið fram að hann væri ekki reiðubúinn að vinna í opnu vinnurými og undir því álagi sem óhjákvæmilega fylgdi eðli starfsins hjá kærða, auk þess sem hann hafi óskað eftir að vera í fjarvinnu. Kærði tekur fram að starfið krefjist þess að viðkomandi sé að mestu aðgengilegur á starfsstöð.“ Þá kom fram í málatilbúnaði RÚV að í kjölfar viðtalsins hafi tengiliður Vinnumálastofnunar óskað eftir upplýsingum um hvort maðurinn fengi starf í gegnum tölvupóst, en þær hafi verið veittar símleiðis. Það hafi verið skilningur RÚV að maðurinn yrði upplýstur af hálfu vinnumálastofnunar, þar sem fyrri samskipti hefðu farið fram með milligöngu hennar. Ekkert erindi hafi borist frá manninum sjálfum til að kanna niðurstöðuna og engin frekari samskipti verið milli ráðgjafa Vinnumálastofnunar og RÚV. Allt saman málefnalegt Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála um að RÚV hefði ekki gerst brotlegt við lög byggði meðal annars á því að ekki var sótt um starfið á grundvelli auglýsingar, heldur í gegnum Vinnumálastofnun á grundvelli stuðnings við einstaklinga með skerta starfsgetu. Enginn annar hafi verið boðaður í viðtalið og því ljóst að enginn annar en hann kæmi til greina í starfið. „Kærði hefur lýst því að ekki hafi verið um að ræða hefðbundið starf prófarkalesara heldur málfarsráðgjöf fyrir starfsfólk, einkum á fréttastofu. Kærandi hafi verið boðaður í viðtal til að kanna möguleika á því að veita honum tækifæri til að starfa í hlutastarfi hjá kærða. Var niðurstaða kærða um að ráða ekki kæranda byggð á upplýsingum sem komu fram í viðtalinu, m.a. þeim að kærandi ætti erfitt með að vinna í opnu rými og undir því álagi sem fælist í starfinu. Að mati kærunefndar verður hvorki talið að slíkt hafi verið óheimilt né ómálefnalegt. Verður því ekki betur séð en að mat kærða hafi að þessu leyti verið forsvaranlegt og málefnalegt,“ segir í niðurstöðukafla úrskurðarins. Þá segir að misskilningur milli RÚV og Vinnumálastofnunar sem leiddi til þess að maðurinn var ekki upplýstur um að hann hefði ekki fengið starfið hefði ekki áhrif á niðurstöðu málsins.
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira