Öfugsnúin umræða í orkumálum Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. janúar 2024 11:00 Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því að á Íslandi sé framleidd langmest orka miðað við stærð en hér sé samt orkuskortur? Hvernig stendur á því að það vanti fólk í heilbrigðisþjónustu, ferðaþjónustu og alls konar önnur störf en á sama tíma er ekki verið að byggja húsnæði, skóla og aðstöðu fyrir fólkið sem við þurfum svona rosalega mikið á að halda? Hvernig stendur á því að hér komi miklu fleiri ferðamenn á hverju ári en stjórnvöld búast við og innviðir landsins ráða við og að ekkert sé gert til þess að bregðast við því með innviðauppbyggingu og/eða aðgöngustýringu? Hvers vegna eru svona mörg öfugmæli í pólitískri umræðu á Íslandi? Það er að segja, stjórnvöld segja eitt en gera svo eitthvað allt annað (eða bara ekki neitt)? Ríkisstjórn glærusýninga Nú gæti einhver spurt hvort ég hafi ekki séð allar glærusýningarnar hjá ríkisstjórninni um aðgerðir gegn verðbólgu, uppbyggingu húsnæðis, þjóðarhöll og fleira. Jú, ég hef séð þær glærusýningar. Ég hef meira að segja séð sömu glærusýninguna sýnda oft og mörgum sinnum. Sömu aðgerðirnar kynntar margoft. Ég hef hins vegar ekki séð neitt meira en það. En allar skýrslurnar frá öllum starfshópunum? Hefur þú ekki séð þær? Jú, mikil ósköp. Ágætis skýrslur meira að segja yfirleitt. Ein fyrsta skýrslan sem forsætisráðherra lét til dæmis gera var um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar voru lagðar fram ýmsar ágætar tillögur um heilindi í stjórnmálum, um siðareglur og siðferðileg viðmið, gagnsæi og miðlun upplýsinga, hagsmunaárekstra - í tuttugu og fimm liðum. En það er eitt að fá skýrslu og setja meira að segja siðareglur. Það er svo annað að fara eftir þeim. Orkumálin - ábyrgð stjórnvalda En fjöllum aðeins um orkumálin sem hátt er nú talað um á hinum pólitíska vettvangi. Þar taka hvað hæst til máls aðilar sem bera þó nokkra ábyrgð á því hvernig staða orkumála er hér á landi, en á sama tíma er málflutningur þeirra á þann veg að staðan sé nú einhverjum öðrum að kenna. Nauðvörnin er nú oft þannig. Þau sem bera ábyrgð hafa sem hæst um ábyrgð allra annara. Í aðsendri grein á Vísi skrifaði orkumálastjóri að „Meiri orkuframleiðsla, eða ný kökusneið til sölu, er ekki forsenda orkuöryggis almennings þó að hún geti skapað svigrúm og tækifæri því sneiðin getur verið seld annað enda er samningsstaða og bolmagn stórnotenda og almennings af ólíkum toga.” Þetta er vandinn í hnotskurn, eins og fram kemur í greininni þá nota stórnotendur um 80% af allri orku sem er framleidd á Íslandi og heimili nota einungis 5%. Árið 2021 notuðu heimili í Evrópu 27,9% af framleiddri orku. Iðnaður í Evrópu notaði einungis rúmlega 25%. Þetta þýðir einfaldlega að við höfum virkjað gríðarlega mikla orku hérna á Íslandi fyrir iðnað og þegar það er talað um orkuskort, þá er það alls ekki orkuskortur vegna þess að hér er ekki framleidd næg orka. Það er orkuskortur út af því hvernig við ákveðum að nota þá orku sem hefur verið virkjuð hér á landi. En eins og með flest annað skortir ríkisstjórninni bæði stefnu í málaflokknum og að fylgja henni eftir. Í grein sinni nefnir orkumálastjóri að til ársins 2003 hafi Landsvirkjun borið lagalega ábyrgð á orkuöryggi almennings en að sú skylda hafi verið afnumin með innleiðingu raforkutilskipana Evrópusambandsins. Nú vill svo til að í þriðja orkupakkanum er einmitt kveðið á um skyldu stjórnvalda til þess að tryggja heimilum og smærri fyrirtækjum orku á sanngjörnu verði. Sú skylda hefur hins vegar ekki enn verið útfærð í lögum. Það var einnig ekkert sem bannaði stjórnvöldum að tryggja heimilum orku frá árinu 2003. Höfum þetta í huga þegar við hlustum á harmakvein pólitíkusanna sem koma úr flokkunum sem eru búnir að ráða öllu sem viðkemur orkumálum undanfarna áratugi. Þeirra eigin ábyrgð er mikil og því holur hljómur í gagnrýni þeirra þar sem það er þeirra að bregðast við með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun