Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2024 20:00 Ingibjörg Sædís býr í miðborginni. Henni gremst að ferðamenn úr AirBnb-íbúðum í nágrenninu fylli ruslatunnur hennar af óflokkuðu rusli. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“ Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“
Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01