„Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2024 08:00 Luke Humphries var hrærður í lokin og hér sést hann þakka Luke Littler fyrir úrslitaleikinn. Getty/Tom Dulat Luke Humphries er besti pílukastari heims í dag og á því er enginn vafi. Hann tryggði sér heimsmeistaratitilinn í gær með sigri á undrabarninu Luke Littler. Humphries hafði áður komist í efsta sæti heimslistans með því að komast í úrslitaleikinn og hefur nú unnið fjóra stóra titla á síðustu mánuðum. Hinn sextán ára gamli Littler stóð sig vel í fyrstu heimsókn sinni á stærsta sviðið og var meðal annars 4-2 yfir í settum en þá fór Humphries í gang og tryggði sér titilinn með því að vinna fimm sett í röð. Humphries vann sér inn fimm hundruð þúsund pund í verðlaunafé eða meira en 87,6 milljónir íslenskra króna. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður,“ sagði sigurreifur Luke Humphries við Sky Sports eftir að úrslitin voru ljós. "There was a time in my life when I was really depressed..." Luke Humphries explains what he's been through ahead of becoming world champion pic.twitter.com/IAgZHsR8qu— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 3, 2024 Ævintýri táningsins endaði því í gær en Humphries spáir stráknum miklum frama í næstu framtíð. „Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna. Hann er ótrúlegur leikmaður. Þegar ég var að nálgast sigurinn þá hélt hann alltaf áfram. Ég er stoltur af spilamennsku minni í kvöld,“ sagði Humphries. Ungstirnið fékk líka mikið hrós frá honum. „Hann er ótrúlegt efni og ég varð því að vinna þennan leik í kvöld. Ég er viss um það að hann mun vinna marga titla í framtíðinni,“ sagði Humphries. Hann viðurkenndi að síðasta kastið reyndi á taugarnar. „Hendurnar mínar skulfu áður en ég náði tvöföldu áttunni í lokin en þetta datt fyrir mig. Ég er heimsmeistari og númer eitt á heimslistanum. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Humphries. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni,“ sagði Littler. Hann hoppar upp um 130 sæti á heimslistanum og komst inn á topp 32. Pílukast Tengdar fréttir Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32 Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01 Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31 Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32 Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Littler stóð sig vel í fyrstu heimsókn sinni á stærsta sviðið og var meðal annars 4-2 yfir í settum en þá fór Humphries í gang og tryggði sér titilinn með því að vinna fimm sett í röð. Humphries vann sér inn fimm hundruð þúsund pund í verðlaunafé eða meira en 87,6 milljónir íslenskra króna. „Ég finn ekki orðin til að lýsa því hvernig mér líður,“ sagði sigurreifur Luke Humphries við Sky Sports eftir að úrslitin voru ljós. "There was a time in my life when I was really depressed..." Luke Humphries explains what he's been through ahead of becoming world champion pic.twitter.com/IAgZHsR8qu— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) January 3, 2024 Ævintýri táningsins endaði því í gær en Humphries spáir stráknum miklum frama í næstu framtíð. „Ég varð að taka þennan af því að hann mun fljótlega taka yfir píluna. Hann er ótrúlegur leikmaður. Þegar ég var að nálgast sigurinn þá hélt hann alltaf áfram. Ég er stoltur af spilamennsku minni í kvöld,“ sagði Humphries. Ungstirnið fékk líka mikið hrós frá honum. „Hann er ótrúlegt efni og ég varð því að vinna þennan leik í kvöld. Ég er viss um það að hann mun vinna marga titla í framtíðinni,“ sagði Humphries. Hann viðurkenndi að síðasta kastið reyndi á taugarnar. „Hendurnar mínar skulfu áður en ég náði tvöföldu áttunni í lokin en þetta datt fyrir mig. Ég er heimsmeistari og númer eitt á heimslistanum. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Humphries. „Luke á þetta skilið,“ sagði Littler. „Ég komst í úrslitaleikinn og gæti ekki komist í annan úrslitaleik næstu fimm eða tíu ár. Við vitum ekki hvernig þetta spilast en nú get ég sagt að ég sé næstbestur. Ég vil bara halda áfram og reyna að vinna þetta í framtíðinni,“ sagði Littler. Hann hoppar upp um 130 sæti á heimslistanum og komst inn á topp 32.
Pílukast Tengdar fréttir Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32 Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01 Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31 Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32 Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Humphries heimsmeistari árið 2024 Luke Humphries er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir sigur gegn hinum sextán ára Luke Littler í úrslitum HM í kvöld, 7-4. 3. janúar 2024 19:32
Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. 3. janúar 2024 19:01
Littler fengið skilaboð frá Gary Neville og Rio Ferdinand Hinn sextán ára Luke Littler fær stuðning víða að, meðal annars frá leikmönnum eftirlætis fótboltaliðsins hans, Manchester United. 3. janúar 2024 15:31
Elskar skyndibita, byrjaði eins árs og breytir píluheiminum Mynd af fæðingarvottorði Luke Littler gengur nú um netheima. Fólk á hreinlega erfitt með að trúa því að þessi skyndibitaelskandi pílukastari sé aðeins 16 ára, bæði vegna þroskaðs útlits en ekki síður ótrúlegra afreka síðustu daga. 3. janúar 2024 13:32
Mætast í úrslitum HM í kvöld en mættust fyrst þegar Littler var tólf ára Þeir Luke Littler og Luke Humphries eigast við í úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir mætast. 3. janúar 2024 14:31