Enginn til aðstoðar Grindvíkingum sem komnir séu í þrot Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. janúar 2024 10:49 Hilmar Gunnarsson segir hóp þeirra Grindvíkinga sem enn greiði öll gjöld eftir rýmingu bæjarins ekki vita hvert þau geti leitað. Vísir Hilmar Gunnarsson, íbúi í Grindavík, segir marga Grindvíkinga komna í algjört þrot vegna reikninga. Sjálfur á hann skemmt hús en þarf samt að greiða af lánum, hita, rafmagn og fasteignagjöld. Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hilmar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hilmar er með húsnæðislán hjá lífeyrissjóði og hefur greitt af láninu og öll önnur gjöld allt frá því að bærinn var rýmdur í nóvember. Hann segist sakna stuðnings frá yfirvöldum. Sitja eftir og borga „Þau sem eru með lífeyrissjóðslánin og þau sem eru á leigumarkaðnum, við sitjum eftir. Ríkisstjórnin tók umræðuna við bankana sem felldu niður vexti og verðbætur en svo bara hættu þeir. Svo hefur ekkert heyrst. Við sitjum bara eftir og við bara borgum.“ Hilmar segir hópinn vera ráðalausan. Þau hafi mótmælt og beðið eftir aðgerðum frá stjórnvöldum án árangurs. „Þetta getur ekki gengið svona endalaust, af því að við vitum ekkert hvað þetta ástand varir lengi,“ segir Hilmar. Hann segist telja um hundrað Grindvíkinga vera með lífeyrissjóðslán en hefur ekki fjölda leigjenda á hreinu. Hilmar var einn fárra sem hélt uppi á jólin ásamt fjölskyldu sinni í Grindavík. Hann sagði í samtali við fréttastofu ekkert annað hafa komið til greina. Algjörlega föst Hilmar á von á því að skýrsla frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands (NTÍ) um hús sitt birtist um mánaðarmótin næstu. Það gæti breytt stöðunni fyrir hann, reynist húsið ónýtt. „Þá gæti ég fengið það borgað út. Hugsanlega má ég kannski ekki byggja á lóðinni minni aftur. Þarf ég þá að fá aðra lóð í Grindavík? Fæ ég aðra lóð í Grindavík? Þarf ég að fara eitthvað annað? Það er mikil óvissa. Svo er líka fólkið sem er með heil hús og vill ekki koma til baka. Hvað á að gera fyrir þau?“ Þeim spurningum hefur ekki verið svarað? „Alls ekki. Ég get ekki keypt. Ég get ekki selt. Ég get ekki farið í endurfjármögnun. Við erum algjörlega föst.“ Sigurður Ingi hafi heitið stuðningi Hilmar segir hópinn ekkert hafa heyrt frá yfirvöldum. Þau séu ekki með neinn fulltrúa sem berjist fyrir þeirra málstað og þá segist Hilmar ekki hafa heyrt neinn í bæjarstjórn ræða mál þeirra. Þau viti ekki hvert þau eigi að snúa sér. „Sigurður Ingi sagði á íbúafundi 12. desember að hann myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Ríkisstjórnin myndi standa á bakvið alla Grindvíkinga. Það hefur ekki raungerst.“ Spurður út í fjárhagsstöðu fólks í þessari stöðu, sem enn er að borga öll gjöld, íbúðalán í Grindavík, fasteignagjöld, hita, rafmagn, ofan í leigju fyrir húsnæði annarsstaðar, segir Hilmar ljóst að peningarnir séu að klárast. „Að sjálfsögðu. Fólk er komið þangað. Margir eru bara þar. Eru komnir í algjört þrot. Peningurinn er bara búinn. Hvernig á þetta að geta gengið upp? Fólk er að borga kannski sex, sjö, áttahundruð þúsund á mánuði.“ Fjárhagsáhyggjur ofan í röð áfalla „Ég hefði bara viljað sjá að þegar rýmingin var að þá hefði maður bara fengið þarna á mánudeginum frá ríkisstjórninni: „Heyrðu nú ætlum við að taka ríkisábyrgð á þessum skuldum í tvo, þrjá mánuði. Sjáum bara hvernig staðan verður eftir það og svo bara höldum við áfram.“ Hilmar segir það gríðarlega erfiðar aðstæður að þurfa að kljást við fjárhagsáhyggjur ofan í þá röð áfalla sem dunið hafi á Grindvíkingum. „Þetta er ekkert auðvelt. og fólk sem er bara núna komið í þrot, það hefur ekki einu sinni kraftinn til þess að berjast á móti. Og hvað á að gera? Á bara að bíða eftir því að þetta fólk fari á hausinn? Að við förum öll á hausinn?“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fjármál heimilisins Bítið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira