Tryggir sér ævilanga friðhelgi og lífstíðarþingsæti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 07:50 Forsetinn hefur gulltryggt sig til æviloka. AP/Alexander Zemlianichenko Alexander Lukashenko, forseti Belarús, hefur undirritað ný lög sem kveða á um ævilanga friðhelgi hans frá saksókn í refsimálum. Þá kveða lögin einnig á um að stjórnarandstæðingar sem hafa neyðst til að flýja land séu ekki lengur kjörgengir. Samkvæmt nýju lögunum eru þeir nú aðeins kjörgengir í forsetakosningum sem eru ríkisborgarar Belarús og hafa búið í landinu samfellt í 20 ár og ekki haft dvalarleyfi í öðru landi. Lukashenko hefur verið við völd í Belarús í nær 30 ár en gríðarmikil mótmæli brutust út árið 2020, þegar hann náði endurkjöri í sjötta sinn. Kosningarnar voru harðlega gagnrýndar og sagðar ólögmætar. Yfir 35 þúsund voru handteknir, margir pyntaðir og sumir yfirgáfu land. Lukashenko, sem er einarður bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, hefur verið sakaður um að hafa átt aðild að ólöglegum flutningi barna frá hernumdum svæðum í Úkraínu til Belarús. Samkvæmt nýju lögunum verður hins vegar ekki hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti fyrir nokkuð það sem hann gerði á meðan hann var í embætti. Þá er kveðið á um ævilanga öryggisgæslu fyrir hann og fjölskyldu hans, greiðslu alls sjúkrakostnaðar og sjúkra- og líftryggingu fyrir lífstíð. Forsetinn mun jafnframt sjálfkrafa verða þingmaður efri deildar þingsins til æviloka, ef hann lætur af forsetaembættinu. Belarús Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Samkvæmt nýju lögunum eru þeir nú aðeins kjörgengir í forsetakosningum sem eru ríkisborgarar Belarús og hafa búið í landinu samfellt í 20 ár og ekki haft dvalarleyfi í öðru landi. Lukashenko hefur verið við völd í Belarús í nær 30 ár en gríðarmikil mótmæli brutust út árið 2020, þegar hann náði endurkjöri í sjötta sinn. Kosningarnar voru harðlega gagnrýndar og sagðar ólögmætar. Yfir 35 þúsund voru handteknir, margir pyntaðir og sumir yfirgáfu land. Lukashenko, sem er einarður bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, hefur verið sakaður um að hafa átt aðild að ólöglegum flutningi barna frá hernumdum svæðum í Úkraínu til Belarús. Samkvæmt nýju lögunum verður hins vegar ekki hægt að sækja hann til saka eftir að hann lætur af embætti fyrir nokkuð það sem hann gerði á meðan hann var í embætti. Þá er kveðið á um ævilanga öryggisgæslu fyrir hann og fjölskyldu hans, greiðslu alls sjúkrakostnaðar og sjúkra- og líftryggingu fyrir lífstíð. Forsetinn mun jafnframt sjálfkrafa verða þingmaður efri deildar þingsins til æviloka, ef hann lætur af forsetaembættinu.
Belarús Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira