Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2024 09:20 Herdís Dröfn hefur störf í næstu viku. Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í tilkynningu Sýnar til Kauphallar segir að Herdís hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi. Hún er fyrrverandi forstjóri Valitor, en þar leiddi hún félagið gegnum endurskipulagningu og síðar sölu. Herdís var áður framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, og hefur setið í fjölda stjórna hjá bæði skráðum og óskráðum félögum hérlendis og erlendis, svo sem Arion banka, Icelandair Group, Icelandic Group og Promens. Þá er Herdís stjórnarformaður Eyris Venture Management. Páll Ásgrímsson tók við starfi forstjóra um miðjan október. Hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.Sýn Herdís er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með meistaragráðu í fjármálum frá sama skóla. Herdís Dröfn segist þakklát fyrir það traust sem henni sé sýnt. Hún sé full eftirvæntingar að taka við keflinu hjá Sýn. „Ég hlakka til að kynnast starfseminni, starfsfólkinu og viðskiptavinum félagsins. Sýn samanstendur af spennandi rekstrareiningum í fjarskiptum, fjölmiðlum og í upplýsingatækni, og það verður spennandi að taka þátt í því með stjórn og starfsmönnum að efla þær einingar enn frekar og hámarka virði þeirra.“ Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, segir Herdísi hafa sýnt að hún sé framúrskarandi stjórnandi sem hafi jákvæð áhrif á rekstur og afkomu þeirra félaga sem hún láti sig varða. „Við erum að fá einstaklega öfluga manneskju í starfið og hlökkum til samstarfsins. Á þessum tímamótum viljum við jafnframt þakka Páli Ásgrímssyni – sem gegnt hefur starfi forstjóra tímabundið - sérstaklega fyrir sitt framlag en hann hverfur nú aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sýnar.“ Meðal vörumerkja Sýnar má nefna Vodafone, Stöð 2, Stöð 2 sport, Bylgjan, X-ið, FM957 og Vísi. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04 Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08 Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrareiningar Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar. 8. nóvember 2023 17:04
Kaup Sýnar á Já frágengin Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. 20. október 2023 09:08
Yngvi hættur hjá Sýn Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum. 16. október 2023 09:28