Íslenski boltinn

Ís­lenska fótboltaárið hefst á morgun

Sindri Sverrisson skrifar
HK-ingar verða á heimavelli í Kórnum í fyrsta leik Þungavigtarbikarsins á morgun. Framarar spila hins vegar á Reykjavíkurmótinu.
HK-ingar verða á heimavelli í Kórnum í fyrsta leik Þungavigtarbikarsins á morgun. Framarar spila hins vegar á Reykjavíkurmótinu. vísir/Hulda Margrét

Keppni í Þungavigtarbikarnum í fótbolta hefst á morgun en á mótinu spila fimm lið sem verða í Bestu deildinni í sumar, auk Aftureldingar sem var einum sigri frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra.

Fyrsti leikur í Þungavigtarbikarnum er á milli HK og Aftureldingar sem mætast í Kórnum klukkan 11:30 á morgun. Liðin leika í A-riðli ásamt FH-ingum.

Keppni í B-riðli hefst svo eftir viku þegar Stjarnan og ÍA mætast, en þriðja liðið í þeim riðli er lið Vestra sem í fyrsta sinn spilar í Bestu deildinni á komandi leiktíð.

Leikir í Þungavigtarbikarnum

A-riðill:

  • 6. jan kl 11.30 HK - Afturelding, Kórinn
  • 20. jan kl 12. HK - FH, Kórinn
  • 27. jan kl 12 FH - Afturelding, Skessan

B-riðill:

  • 13. jan kl 12. Stjarnan - ÍA, Miðgarður
  • 20. jan kl 16 Vestri - Stjarnan, Akraneshöll
  • 27. jan kl. 12 ÍA - Vestri, Akraneshöll

Leikið verður um 1., 3. og 5. sæti þann 3. febrúar.

Á morgun hefst sömuleiðis keppni í Reykjavíkurmóti karla og kvenna. Í A-riðli karla mæta Íslands- og bikarmeistarar Víkings liði Fylkis en Fjölnir mætir Leikni. Á Reykjavíkurmóti kvenna mætast Fram og Fylkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×