„Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Sæbjörn Steinke skrifar 5. janúar 2024 22:17 Arnar brosti ekki svona blítt eftir leikinn í kvöld Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, ræddi við Vísi eftir leikinn gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld. Njarðvík vann níu stiga sigur eftir mjög sveiflukenndan leik þar sem Njarðvík leiddi þó lengst af. Sigurliðið er nú einungis einum sigri á eftir toppliði Vals en tapliðið er einum sigurleik þar á eftir. Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Hvort er Arnar svekktari með að hafa tapað eða með frammistöðu síns liðs? „Góð spurning. Ég er mjög svekktur með báða hluti. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur hjá okkur, ég er mjög svekktur með hann og mjög sárt að tapa þessum leik.“ „Varnarleikurinn okkar í fyrri hálfleik var rosalega slakur, þeir komast inn í teiginn, skora auðveldlega, sóknarfrákasta á okkar og skjóta mjög mikið af vítaskotum. Við höfum verið góðir varnarlega en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var í lagi á stórum köflum í seinni, en þeir komast samt sem áður of auðveldlega á hringinn.“ Njarðvík kom muninum yfir 20 stigin en Stjarnan náði að koma til baka, jafna og komst á einum tímapunkti yfir í leiknum. Hvað gerist svo þegar hlutirnir féllu með Njarðvík í restina? „Chaz kemur með auðvelda körfu á okkur og Mario setur góðan þrist. Við vorum í holu sem við því miður náðum ekki að komast upp úr.“ Arnar var krafinn um frekari svör, hvað veldur? „Það eru tvö lið að keppa, Njarðvíkingar æfa körfubolta. Þeir eru með leikmenn sem eru líka mjög góðir; Þorvaldur er góður í körfubolta og Chaz og Mario. Það sem gerist er að við erum ekki að spila fimm á móti engum. Við erum að spila á móti liði sem er að gera sitt besta og þeir eru líka að reyna vinna. Í dag gerðu þeir það. Þú spyrð hvað gerist, þetta er þannig að það er keppt í þessu, stundum gerist það að hitt liðið hittir ofan í en ekki þú.“ Arnar var sýnilega ekki sáttur við dómara leiksins. Var dómgæslan óvenjulega slök í kvöld? „Ég er búinn að þjálfa í sex ár hérna og hef ekki tjáð mig um dómgæslu. Ég ætla ekki að byrja á því í kvöld. Þeir voru án nokkurs vafa að gera sitt besta.“ „Fannst þér við alveg ömurlegir?“ Þjálfarinn var spurður hvort hann hefði áhyggjur af spilamennskunni? „Fannst þér við alveg ömurlegir, var það málið?“ spurði þjálfarinn. Undirritaður sagði að framan af hafi þetta verið ansi dapurt en eftir að Stjarnan kom til baka hafði hann búist við því að liðið myndi klára með sigri. „Ég líka. Við sýndum á köflum fína spilamennsku. Ég þarf að horfa á þetta aftur, þú talar eins og við höfum verið alveg ömurlegir, og kannski er það málið. Ef þú hefur rétt fyrir þér að þetta hafi verið jafn ömurlegt og þú lætur í ljósi skína, þá hef ég áhyggjur.“ „Mér leið ekki eins og þetta hafi verið það hrikalegt. Mér fannst þetta ekki nógu gott, en ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég áhyggjur. En ef tilfinningin mín er rétt þá þurfum við að fínstilla hluti og halda áfram að bæta okkur. Núna rétt eftir leik þá veit ég ekki hvort það sé þú eða ég sem hefur rétt fyrir sér.“ Á endurkomukaflanum var Ægir Þór að komast á hringinn hjá Njarðvík og stigin komu á færibandi. Þjálfarinn vill væntanlega sjá enn meira af því í framhaldinu. „Hann komst vel á hringinn og gerði vel og við bjuggum til skot. Tilfinning er að við lentum í smá vandræðum með að skora í restina og fengum á okkur auðveldar körfur á móti. Við misstum nokkra bolta og klikkuðum á nokkrum ágætis skotum. Mér fannst þetta fara þegar við töpuðum bolta eftir leikhlé,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli