Hezbollah gerir umsvifamikla loftárás á Ísrael Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. janúar 2024 09:35 Sayyed Hassan Nassallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna ávarpar líbönsku þjóðina í kjölfar árása Ísraels. AP/Hassan Ammar Forsvarsmenn Hezbollah í Líbanon segja að hernaðarsamtökin hafi gert umsvifamikla loftárás á útsýnisaðstöðu ísraelska hersins í Ísrael í morgun. Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Þeir segjast hafa skotið 62 eldflaugum yfir landamærin og segja að árásin hafi verið svar við drápi ísraelshers á einum hæstráðanda samtakanna Saleh al-Arouri fyrr í vikunni. Segja Líbanon berskjaldað Saleh al-Arouri var drepinn í drónaárás Ísraelshers á þriðjudaginn þegar ísraelskar eldflaugar hæfðu Dahiyeh-hverfi Beirútborgar. Sérfræðingar Reuters segja að líta megi á árásina sem skilaboð til Hezbollah, sem eru vinveitt Hamasliðum, um að jafnvel höfuðstöðvar þeirra séu berskjaldaðar gagnvart loftárásum. Sayyed Hassan Nassallah hæstráðandi Hezbollah hafði þegar sagt á föstudaginn að svarað yrði fyrir drápið og að það að leyfa slíka árás yrði til þess að Líbanon allt stæði berskjaldað frammi fyrir árásum Ísraels. „Andspyrnan“ heitir hefndum Í yfirlýsingu Hezbollah í kjölfar dauða al-Arouri í vikunni segir að árásin feli í sér stigmögnun stríðsins á svæðinu og að bandalag andspyrnunnar, eins og þeir kalla sig, lofi hefndum. Yfirvöld á Gasasvæðinu segja að 162 manns hafi látið lífið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hóf herferð í gær til að hefta útbreiðslu átakanna til Líbanon, Vesturbakkans og Rauðhafið. Ísraelar og Hezbollah hafa oft átt í loftárásum og gagnloftárásum og svo virðist sem árásirnar eigi bara eftir að magnast í kjölfar þessa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03 Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. 2. janúar 2024 18:03
Drápið á Arouri vekur hörð viðbrögð Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“. 3. janúar 2024 06:48