Newcastle bar sigur úr býtum í norðanslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 14:51 Alexander Isak var sjóðheitur og skoraði tvennu gegn Sunderland James Gill - Danehouse/Getty Images Þriðja umferð elstu bikarkeppni heims, FA bikarsins á Englandi, hélt áfram í dag. Alls fóru fimm leikir fram í hádeginu en hæst bar af 3-0 sigri Newcastle á útivelli gegn Sunderland. Óvænt úrslit litu svo dagsins ljós þegar 6. deildar liðið Maidstone lagði League One (3. deildar) liðið Stevenage af velli. Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift. Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik. A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast. Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu. Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks. Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin. Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0 Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki. Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024 Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30. Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu. Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift.
Úrslit hádegisleikja FA bikarsins: Millwall-Leicester 2-3 Sunderland-Newcastle 0-3 Wimbledon-Ipswich 1-3 Coventry-Oxford 6-2 Maidstone-Stevenage 1-0
Enski boltinn Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01 Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Dagskráin í dag: Enski bikarinn áberandi Það er af nógu að taka í beinum útsendingum á stöðvum Stöðvar 2 Sport í dag en enski bikarinn er fyrirferðamikill að þessu sinni. 6. janúar 2024 06:01
Tottenham áfram í bikarnum Tottenham er komið áfram í enska bikarnum eftir 1-0 sigur á Burnley. Sigurinn var töluvert öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en Burnley-menn voru aldrei líklegir til stórræða í leiknum. 5. janúar 2024 22:00