Stórleikur dagsins var sannarlega slagur þessara tveggja erkifjenda frá norðurhluta Englands. Þetta var í fyrsta sinn í nær átta ár sem liðin mætast og mikil eftirvænting ríkti fyrir leik.
A derby like no other 👊@SunderlandAFC 🆚 @NUFC#EmiratesFACup pic.twitter.com/pqjNj6JXtY
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024
Newcastle hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið, liðið komst ekki áfram í Meistaradeildinni, hefur verið að glíma við mikil meiðsli og aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Þrátt fyrir allt hafði Newcastle mikla yfirburði í leiknum eins og við var að búast.
Miguel Almiron var nálægt því að koma gestunum yfir með glæsimarki í upphafi leiks en skaut rétt framhjá úr bakfallsspyrnu.
Almost a stunner for Almiron for @NUFC 🤏#EmiratesFACup pic.twitter.com/JlKsIDKt2M
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024
Daniel Ballard varð fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net á 35. mínútu, Alexander Isak tvöfaldaði svo forystu Newcastle strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning Almiron. Isak skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Newcastle úr vítaspyrnu undir lok leiks.
Newcastle kom sér með þessum sigri áfram í fjórðu umferð keppninnar, 32-liða úrslitin.
Úrslit hádegisleikja FA bikarsins:
Millwall-Leicester 2-3
Sunderland-Newcastle 0-3
Wimbledon-Ipswich 1-3
Coventry-Oxford 6-2
Maidstone-Stevenage 1-0
Óvæntustu úrslit dagsins var 1-0 sigur Maidstone á Stevenage. Þremur deildum munar milli liðanna en þau leika í 6. og 3. efstu deild Englands. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Maidstone kemst áfram í fjórðu umferð keppninnar og gleði leikmanna leyndi sér ekki.
Scenes in the @maidstoneunited dressing room 🤩#EmiratesFACup pic.twitter.com/XJifNLNgz4
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2024
Tíu fleiri leikir fara fram í ensku bikarkeppninni klukkan 15:00, fjórir leikir til viðbótar eru svo á dagskrá klukkan 17:30.
Helst má þar nefna viðureign Arnórs Sigurðssonar og félaga í Blackburn gegn Cambridge í fyrra hollinu og svo viðureignir Chelsea gegn Preston og Aston Villa gegn Middlesborough í seinna hollinu.
Fjölmargir leikir í ensku bikarkeppninni eru sýndir í beinni útsendingu á hliðarrásum Stöðvar 2 Sports. Smelltu hér og tryggðu þér áskrift.