Samkvæmt viðbragðsaðilum hefur 21 slökkviliðsbíll komið á vettvang og fimm slökkviliðssveitir. Alls hefur 30 manns verið gert að yfirgefa heimili sín og lestar- og bílasamgöngur á svæðinu hafa verið skertar.
Incendio Altea. pic.twitter.com/ylCL0yGxwp
— M@R RECIO (@Mar444RG) January 6, 2024
Tilkynnt var um eldinn snemma í morgun og var brugðist snöggt við. Viðbragðsaðilar sendu strax út sveitir, bíla og flugvélar til að stemma stigu við eldinn og hefur slökkvistarf verið í gangi síðan. Engan hefur sakað og ekki er talið að fólk sé í hættu.
Samkvæmt miðlinum Las Provincias var ekki hægt að ræsa út slökkviflugvélar vegna mikils vinds í morgun og að þess vegna hafi fólksflutningar hafist upp úr fjögur í morgun.