Víkingur vann meðan Fjölnir og Leiknir skildu jöfn Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. janúar 2024 16:52 Víkingur stillti sterku liði upp og vann fyrsta leik Reykjavíkurmótsins gegn ungum og sprækum Fylkismönnum. Vísir/Hulda Margrét Undirbúningstímabil íslenskra knattspyrnuliða fyrir komandi átök í sumar hófst af alvöru með fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins í dag. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar. Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings öttu kappi við Fylki í fyrsta leik dagsins. Leikmennirnir þrír sem sömdu við félagið á dögunum, Valdimar Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson, voru allir utan hóps. Gestirnir úr Árbænum gáfu nokkrum ungum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Fylkismenn fengu sömuleiðis að vera þeir fyrstu til að klæða sig og undirbúa sig fyrir leik í nýjum gestaklefa Víkings sem vakið hefur mikla athygli. Víkingur komst marki yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu. Fylkismenn minnkuðu muninn rétt áður en hálfleiksflautið gall og jöfnuðu svo leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks. Íslandsmeistararnir bættu fljótlega úr því og skoruðu tvívegis til viðbótar. Sigurinn var svo endanlega tryggður þegar Aron Snær Guðbjörnsson, sem var að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Fylkis, var rekinn af velli undir lok leiks. Lokaniðurstaða 4-2 sigur Víkings á heimavelli hamingjunnar. Í seinni leik dagsins mættust svo Lengjudeildarliðin Fjölnir og Leiknir. Aftur kom mark snemma, Leiknir tók forystuna þegar rétt tæpar tvær mínútur voru liðnar af leiknum en Fjölnismenn jöfnuðu fljótlega. Það dró svo ekki aftur til tíðinda fyrr en undir lok leiks. Leiknismenn komust yfir á 80. mínútu en aftur jöfnuðu Fjölnismenn, aðeins fimm mínútum síðar. Liðin gengu því jöfn frá borði, lokaniðurstaða 2-2. Fyrirkomulag Reykjavíkurmótsins Liðin fjögur sem kepptust við í dag eru öll í A-riðli mótsins ásamt ÍR. Nágrannarnir Fylkir og Fjölnir mætast næsta fimmtudag, ÍR tekur svo á móti Víkingi í fyrsta mótsleik sínum næsta laugardag. B-riðillinn er svo skipaður Fram, KR, Val og Þrótti. Leikar hefjast þar næsta föstudag þegar ríkjandi Reykjavíkurmeistarar Fram heimsækja KR. Degi síðar tekur Valur á móti Þrótti. Stöðu riðlanna og leikjafyrirkomulag má finna hér (A-riðill) og hér (B-riðill). Sigurvegarar hvors riðils mætast í úrslitaleik þann 1. febrúar.
Íslenski boltinn Besta deild karla Lengjudeild karla Víkingur Reykjavík Fjölnir Fylkir Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira