Enski boltinn

Úrvalsdeildarliðin í stökustu vand­ræðum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
David Moyes var ansi áhyggjufullur á svip þegar hann horfði upp á frammistöðu sinna manna gegn Bristol.
David Moyes var ansi áhyggjufullur á svip þegar hann horfði upp á frammistöðu sinna manna gegn Bristol. Vince Mignott/MB Media/Getty Images

Sjö leikjum var að ljúka í ensku bikarkeppninni rétt í þessu og nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós. Úrvalsdeildarliðin West Ham, Nottingham Forest og Luton Town lentu í vandræðum, leikjum þeirra lauk með jafntefli og verða endurspilaðir. 

Luton Town tók á móti Bolton Wanderers. Jón Daði Böðvarsson sat á bekk Bolton en kom inn á völlinn á 76. mínútu. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn sem endaði með markalausu jafntefli. 

West Ham áttu í vandræðum með Bristol City, eftir að hafa komist snemma yfir lenti liðið á afturfótunum. Tommy Conway jafnaði leikinn fyrir Bristol í seinni hálfleik og tryggði endurtekningu á þeirra heimavelli.

Blackpool komst grátlega nálægt því að skjóta Nottingham Forest óvænt út úr keppninni. Albie Morgan og Jordan Gabriel skoruðu mörkin fyrir gestina en mark þess síðarnefnda var einkar glæsilegt. Eftir að hafa lent 2-0 undir tók Forest leikinn í sínar hendur, jöfnuðu og komust nálægt því að setja sigurmarkið en svo varð ekki. 

Eldgömlu erkifjendurnir Shrewsbury og Wrexham áttust við. Liðin hafa ekki mæst í rúm 15 ár og eftirvænting áhorfenda var ansi mikil. Svo fór að Wrexham vann nokkuð óvæntan 0-1 sigur með marki frá Thomas O'Connor. 

Úrslit dagsins í FA bikarnum:

Luton Town - Bolton Wanderers 0-0

Man. City - Huddersfield 5-0

Forest - Blackpool 2-2

Peterborough - Leeds 0-3

Shrewsbury - Wrexham 0-1

West Brom - Aldershot 4-1

Síðasti leikur dagsins, stórleikur Arsenal og Liverpool verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Hitað verður upp frá kl. 16:00 og leikar hefjast hálftíma síðar. Bein textalýsing verður sömuleiðis í gangi á vef Vísis. 


Tengdar fréttir

Arnór skoraði og lagði upp í bikarnum

Tíu leikjum var að ljúka í FA-bikarnum á Englandi en þar ber helst að nefna viðureign Blackburn og Cambridge þar sem Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn og kom heldur betur við sögu.

Hvaða leikmanna mun þitt lið sakna?

Enska úrvalsdeildin hefur tekið saman lista yfir alla leikmenn sem verða fjarverandi næstu misserin vegna Asíu- og Afríkumótanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×